Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 48

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 48
Eysteinti Þorvaldsson Stephan G. Stephansson virðist hefja kvæðaþýðingar strax eftir að hann kemur vestur 1873 og hann fékkst nokkuð við þær fram á síðustu æviár, bæði úr ensku og úr Norðurlandamálunum. M.a. þýddi hann kvæð- ið „Níels Finsen ljóslæknir,, eftir Holger Drachmann. Stefáni er ljóst að hefðbundin íslensk þýðing getur endað býsna langt frá frumtextanum. Hann efast meira að segja um að þessi þýðing sín á kvæði Drachmanns geti talist þýðing „vegna þess að þó efni sé þrætt, gerir háttur og mál það nærri að nýju kvæði“.3 Þessi ummæli eru auðvitað orð að sönnu; þau eiga við allar þýðingar Stefáns og þau sýna að honum er ljós sú mikla breyting sem verður á formgerð kvæða þegar þau eru þýdd með þessari aðferð. Stefán var mjög fastbundinn íslensku ljóðformi hefðarinnar og fylgir rækilega þeirri hefðarvenju íslenskra skálda að þýða erlend kvæði í hefðbundið íslenskt form með ljóðstöfum, rími og erindaskiptingu — einnig þó að ekkert af þessu samræmist frumtextanum. I sendibréfum sínum til ýmissa manna tjáir Stefán viðhorf sín til kvæðaþýðinga. Hann leitast við að koma hugsun og hugblæ frumtextans til skila en hirðir minna um form og stíl. Það kann hinsvegar að reynast erfitt að ná fram hugblæ frumtextans þegar forminu og stílnum er gjör- breytt. En Stefán skrifar: „Eg þýði aldrei orðrétt, finnst það nóg til að vængbrjóta hvern fugl. Tel allt í því að ná anda, efni og blæ sem best, bæta um, ef maður kann, skipta um lýsingar og tilbendingar, sem eiginlegri eru í á-þýdda málinu, en í sama anda.“4 Þetta viðhorf til þýðinga hlýtur að orka tvímælis. Er réttmætt „að bæta um“ anda, efni og blæ kvæðis í þýðingu? Stefán viðhafði fremur niðrandi ummæli um hið dáða bandaríska skáld Walt Whitman. Eigi að síður þýddi hann eitt Ijóð eftir Whitman, „To a Certain Civilian“ úr Leaves of Grass. Stefán færir ljóðið í þröngan íslenskan búning og fer með það langan veg frá frumtextanum, bæði að formi og stíl og honum tekst báglega að skila inntakinu á íslensku. Hann bindur hina léttflæðandi tjáningu Whitmans í ljóðstafi og rím og heggur ljóðið sundur í þrjú erindi þannig að það verður harla ólíkt sjálfu sér. Eigi að síður er athyglisvert að Stefán skyldi freistast til að þýða ljóðið, það hlýt- ur að hafa laðað hann að sér, og ekki er erfitt að geta sér til um hvernig á því stendur. Ljóðið er svar til borgarans en hefst þó á spurningu: „Did you ask dulcet rhymes from me?“ og Stefán notar þessa spurningu sem titil á þýðingu sína. I ljóðinu er síðan áréttað að hér sé skáld sem þýðingarlaust sé að biðja um hugljúf fegurðarljóð. — Hvers gæti maður maður eins og þú vænst frá skáldi eins og mér? Og ljóði Whitmans lýkur svo: 3 Stephan G. Stephansson: Bréfogritgerðir I, bls. 146. 4 Bréfog ritgerðir III, bls. 85. 46 á .JSœysBá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.