Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 76

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 76
Kendra Willson ir hafi síðan reynt að „endurreisa" stuðlana (sbr. Turville-Petre 1977:115- 128). Nokkrar tilraunir voru gerðar í miðensku til að sameina endarím og formgerðarstuðlun (Turville-Petre 1977:17-20), en íslenskan er ein um að sameina þau á þennan hátt (Jón Helgason 1944). Þetta mun endurspegla arf dróttkvæða sem sameinuðu ljóðstafi og hendingar, í sumum tilvikum einnig endarím (t.d. Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar). 3. Brageyrað og íslensk þjóðerniskennd Einar Benediktsson er sagður hafa verið fyrstur til að nota orðið brageyra, í mjög þjóðerniskenndri ræðu frá 1916 (Kristján Arnason 2003:103). Einar kallar brageyrað gimstein þjóðarinnar: „Einn gimsteinn, sem vér einir eig- um fram yfir allar heimsþjóðir, er stuðlagáfan, kennin á setning þess ríms sem á útlendu máli er kallað bókstafarím. Ég leyfi mér að kalla þessa rímvísi þjóðar vorrar brageyra“ (Einar Benediktsson 1952:328). Þessi gimsteinn mun þó ekki vera sameign allra landsmanna. Ein- ar harmar ýmiss konar hnignun í málinu: „Með málskemmd þeirri, er aukizt hefur hröðum skrefum, síðan réttritun blaðamanna komst á [...] hefur tungan spillzt mjög, einkum hér í Reykjavík, og kemur ekki sjaldan fyrir, að unglingar, sem komnir eru undir fermingu, fella úr hneigingar nafnorða, beygja sagnir vitlaust, láta forsetningar stjórna röngum föllum o.s.frv., auk þess sem fláframburðurinn og linun samhljóðenda er einatt hryllileg“ (Einar Benediktsson 1952:328). Glötun brageyrans er hluti af þessari málskemmd sem þýðir þá að stuðlasetningin hljóti að tilheyra íslenskri málkunnáttu í huga Einars: „Allur meginþorri Islendinga á brageyra sitt ennþá ófalsað og hreint. En á síðustu tímum ber allmikið á því, einkum í Reykjavík, að þessi gáfa er að glatast hjá þjóðinni, og eru til skáld hjá oss, sem ekki hafa átt tryggt brageyra. Er kunnastur þeirra allra Grímur Thomsen, sem var þó að flestu leyti svo ágætlega vandur að öllu bundnu máli og fegurðarnæmur“ (Einar Benediktsson 1952:328). Brageyrað virðist því ekki vera óaðskiljanlegur hluti af íslenskri mál- kunnáttu og ekki einu sinni sameiginlegt öllum sem fást við íslenskan kveðskap. Kristján Árnason málfræðingur, mikill áhugamaður um brag- fræði, sem hefur skrifað heila bók um dróttkvæði (1991), játar að hann hafi ekki brageyra: „Ég er því miður ekki svo heppinn að hafa þennan næm- leika fyrir kveðskap, því ég þarf helst að setjast niður með reglustiku og blýant til að átta mig á því hvort eitthvað er rétt stuðlað eða ekki“ (Kristján Arnason 2003:103). Sá sem er talinn hafa verið fyrstur til að setja fram reglur um stuðla- setningu var ekki Islendingur heldur Þjóðverji að nafni Philipp Schweitzer (1887). Schweitzer segir tilefni greinaskrifs síns hafa verið glímu við að þýða 74 á ./íœy/-iá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.