Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 89
Jónas og hlébarðinn - LjóSstajir og viStökur IjóSaþýSinga
Andstætt Kirkconnell og Ringler er Johnson tvítyngd og hefur vænt-
anlega alist upp við íslenskan kveðskap. Johnson „framandgerir“ ekki
íslenskan kveðskap eins og Kirkconnell virðist gera. (Eina súri tónninn
í verkinu finnst mér vera orðavalsatriði frekar en bragfræðilegt, en það er
„native costume" (þjóðbúningur fyrir „með rauðan skúf í peysu“). Johnson
virðist hafa skynjað hina sléttu, jöfnu hrynjandi sem mikilvægan hluta
af tjáningarmynd þessa ljóðs, en hefur litið á stuðlun sem málfræðilegt
einkenni frummálsins sem ekki var ástæða til að endurgera á ensku.
Stefán Einarsson (1930) hælir þýðingum Johnsons og nefnir sérstaklega
bragfræðilega tryggð: „It can be shown that Kirkconnell does not strictly
follow the original meter (carefully observed by Mrs. Johnson), otherwise
his rendering seems fairly faithful, but what a difference in the spirit of the
two translations“ (Stefán Einarsson 1930:241). Hann hlýtur þá að eiga við
hæga, reglulega hrynjandi ljóðsins og stöðu braghvíldar, en greinilega ekki
stuðlun.
5.3 Ringler (2002)
Þessar þýðingar má bera saman við þýðingu Ringlers á sama ljóði:
I Send Greetings.
Þýð.; Dick Ringler (2002:263)
1 Serene and warm, now southern winds come streaming
2 to waken all the billows on the ocean,
3 who crowd toward Iceland with an urgent motion -
4 isle of my birth! where sand and surf are gleaming.
5 Oh waves and winds! embrace with bold caresses
6 the bluffs of home with all their seabirds calling!
7 Lovingly, waves, salute the boats out trawling!
8 Lightly, oh winds, kiss glowing cheeks and tresses!
9 Herald of spring! oh faithfúl thrush, who flies
10 fathomless heaven to reach our valleys, bearing
11 cargoes of song to sing the hills above:
12 there, if you meet an angel with bright eyes
13 under the neat, /W-tasselled cap she’s wearing,
14 greet her devoutly! That’s the girl I love.
x'x'x'x'x'x
x'x'x'x'x'x
x'x'x'x'x'x
'xxjx'x'x'x
X'x'jx'x'x'x
x'x'x'x'X'x
'xx'|x'x'x'x
'xX'l'Xx'x'x
'xxJX'x'x'
'xx'(x)x'x'x| 'x
'xx'x'x'x'
'xx'x'xx’'
'xx"xx'x'x
'xx'x| 'x'x'
Rímmynstrið í þessari þýðingu er ABBA CDDC eFg eFg, en Ringler tekur
sérstaklega fram í skýringu að hann hafi breytt því. Hann gætir þess að hafa
tvo stuðla í fyrri línu í stuðlunarpari, en leyfir sér meira frelsi í stuðlasetn-
ingu heldur en íslenska hefðin leyfir (eins og hann tekur fram í eftirmála
bókarinnar, Ringler 2002:441): t.d. eru stuðlar í 1. línu í lágkveðu og á ýms-
. fafi. á Sœpáá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
87