Bændablaðið - 17.12.2015, Side 80

Bændablaðið - 17.12.2015, Side 80
80 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Við erum bæði héðan úr Öræfum, Gunnar frá Litla-Hofi og Halldóra frá Fagurhólsmýri. Eftir að hafa dvalið í Reykjavík nokkur ár fluttum við hingað alkomin árið 1995 og komum inn í búreksturinn með foreldr- um Gunnars, þeim Sigurjóni Þ. Gunnarssyni og Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þau reka ferða- þjónustu á jörðinni í dag. Árið 2000 fluttum við í okkar eigið íbúðarhús. Gunnar var á sjó samhliða búskapnum fyrstu árin og Halldóra vann við ýmis störf í sveitinni. Býli: Litla-Hof. Staðsett í sveit: Öræfum, Austur- Skaftafellssýslu. Ábúendur: Gunnar Sigurjónsson og Halldóra Oddsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni sem heita Oddur og Gissur. Sá eldri er 23 ára búfræðingur og sá yngri 15 ára grunnskólanemi. Einnig er á bænum smalahundurinn Mack. Stærð jarðar? Nógu stór. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 570 kindur og 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það fer eftir árstíðum. Í desember eru sæðingar og tilhleypingar, yfir veturinn, gegningar tvisvar á dag. Snoðrúningur í mars, sauðburður á vorin og ýmis önnur verk eins og að bera á og flagvinna. Á sumrin er heyskapur og girðingarvinna eftir þörfum. Smalanir á haustin og rúningur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmti- leg ef vel liggur á manni. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Almennt mættu bændur hafa meiri áhuga og taka meiri þátt í félagsmálum. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, það fer eftir því hvernig tekst til með gerð nýrra búvörusamninga. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þau felast í því að finna réttu mark- aðina sem gefa hæsta verðið. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, mjólk og rabarbarasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaður lambaribbur og ærlundir. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Frá þessu ári er það þegar ærin Fliðra, sem var búin að ganga úti í tvo vetur í Breiðamerkurfjalli ásamt syni sínum, náðist á öðrum degi páska, þá var búið að fara margar ferðir til að reyna að handsama þau. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Litla-Hof Tímarit Bændablaðsins vakti mikla lukku í fyrravetur. Við ætlum að endurtaka leikinn og gefa blaðið út 28. febrúar nk. Tímaritið verður yfir 100 síður og prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og verða efnistökin fjölbreytt. Tímarit Bændablaðsins er prentað í 8 þúsund eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Útgáfa tímaritsins verður í kringum Búnaðarþing sem sett verður í Hörpunni 28. febrúar. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Verðskrá auglýsinga Heilsíða: 160.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 95.000 kr. án vsk. Opna: 230.000 kr. án vsk. Lógó/styrktarlína (hámark 10 lógó á síðu) = 25.000 kr. án vsk. Verðskrá kynninga Heilsíða: 130.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 85.000 kr. án vsk. Opna: 210.000 kr. án vsk. Nánari upplýsingar veittar í síma 563-0300 og netfangið augl@bondi.is Tryggðu þér auglýsingapláss í tíma Tímarit Bændablaðsins í sjónmáli Hægt er að skoða Tímarit Bændablaðsins 2015 á bbl.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.