Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 80

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 80
80 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Við erum bæði héðan úr Öræfum, Gunnar frá Litla-Hofi og Halldóra frá Fagurhólsmýri. Eftir að hafa dvalið í Reykjavík nokkur ár fluttum við hingað alkomin árið 1995 og komum inn í búreksturinn með foreldr- um Gunnars, þeim Sigurjóni Þ. Gunnarssyni og Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þau reka ferða- þjónustu á jörðinni í dag. Árið 2000 fluttum við í okkar eigið íbúðarhús. Gunnar var á sjó samhliða búskapnum fyrstu árin og Halldóra vann við ýmis störf í sveitinni. Býli: Litla-Hof. Staðsett í sveit: Öræfum, Austur- Skaftafellssýslu. Ábúendur: Gunnar Sigurjónsson og Halldóra Oddsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni sem heita Oddur og Gissur. Sá eldri er 23 ára búfræðingur og sá yngri 15 ára grunnskólanemi. Einnig er á bænum smalahundurinn Mack. Stærð jarðar? Nógu stór. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 570 kindur og 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það fer eftir árstíðum. Í desember eru sæðingar og tilhleypingar, yfir veturinn, gegningar tvisvar á dag. Snoðrúningur í mars, sauðburður á vorin og ýmis önnur verk eins og að bera á og flagvinna. Á sumrin er heyskapur og girðingarvinna eftir þörfum. Smalanir á haustin og rúningur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmti- leg ef vel liggur á manni. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Almennt mættu bændur hafa meiri áhuga og taka meiri þátt í félagsmálum. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, það fer eftir því hvernig tekst til með gerð nýrra búvörusamninga. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þau felast í því að finna réttu mark- aðina sem gefa hæsta verðið. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, mjólk og rabarbarasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaður lambaribbur og ærlundir. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Frá þessu ári er það þegar ærin Fliðra, sem var búin að ganga úti í tvo vetur í Breiðamerkurfjalli ásamt syni sínum, náðist á öðrum degi páska, þá var búið að fara margar ferðir til að reyna að handsama þau. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Litla-Hof Tímarit Bændablaðsins vakti mikla lukku í fyrravetur. Við ætlum að endurtaka leikinn og gefa blaðið út 28. febrúar nk. Tímaritið verður yfir 100 síður og prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og verða efnistökin fjölbreytt. Tímarit Bændablaðsins er prentað í 8 þúsund eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Útgáfa tímaritsins verður í kringum Búnaðarþing sem sett verður í Hörpunni 28. febrúar. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Verðskrá auglýsinga Heilsíða: 160.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 95.000 kr. án vsk. Opna: 230.000 kr. án vsk. Lógó/styrktarlína (hámark 10 lógó á síðu) = 25.000 kr. án vsk. Verðskrá kynninga Heilsíða: 130.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 85.000 kr. án vsk. Opna: 210.000 kr. án vsk. Nánari upplýsingar veittar í síma 563-0300 og netfangið augl@bondi.is Tryggðu þér auglýsingapláss í tíma Tímarit Bændablaðsins í sjónmáli Hægt er að skoða Tímarit Bændablaðsins 2015 á bbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.