Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 20108 sá kostnaður, sem tengist langvinnum sjúk dómum, er gríðarlegur (Matthías Hall­ d órs son, 2006). Samkvæmt Bangkok­ yfirlýsingu WHO er heilsuefling „leið til að auðvelda fólki að ná betri stjórn á heilsu sinni og áhrifaþáttum heilbrigðis og bæta þannig heilsu sína. Heilsuefling er kjarni lýðheilsu og stuðlar að því að sporna við smitsjúkdómum sem og öðrum sjúkdómum og heilsufarsógnum“ (WHO, 2005). Forvarnir eru oft flokkaðar í þrjú stig: fyrsta, annað og þriðja stig. Fyrsta stigs forvarnir eru almennar og beinast að fólki sem er ekki í áhættuhópi. Markmiðið þar er að draga úr tíðni sjúkdóma og heilbrigðisvandamála. Annars stigs forvarnir beinast að fólki sem er í hættu á að fá sjúkdóma eða lenda í slysum. Þriðja stigs forvarnir snúa að fólki með ákveðin heilsufarsvandamál og beinast að því að hjálpa þessu fólki að ná heilsu á ný (Tetrick og Quick, 2003). Fyrsta stigs forvarnir eru taldar vera hagkvæmasta leiðin að árangursríkri heilbrigðisþjónustu. Að sögn Cohen og Chehimi (2007) væri hægt að draga úr álaginu á heilbrigðiskerfið með því að fjárfesta í forvörnum og koma þannig í veg fyrir margvíslega sjúkdóma og slys. Heilsuefling á vinnustað Heilsuefling á vinnustöðum felur í sér lögboðna vinnuvernd og forvarnir á vinnustöðum (sbr. lög nr. 46/1980) en enn fremur er hugað að lífsstíl og tengslum við einkalíf. Markmið vinnuverndar er að koma í veg fyrir, með forvarnaraðgerðum, að fólk bíði heilsufarslegt tjón vegna vinnu sinnar (Green og Kreuter, 2005), en markmið heilsueflingar á vinnustöðum er að auka heilbrigði og vellíðan starfsfólks og koma í veg fyrir andlega, líkamlega og félagslega vanlíðan vegna ýmissa áhættuþátta í vinnuumhverfinu og þátta er tengjast lífsstíl einstaklinga. Áhættu­ mat og greining á þörfum er stór hluti af vinnuvernd og heilsueflingu á vinnustöðum. Heilsuefling á vinnustöðum er samstarfsverkefni sem margir aðilar þurfa að taka þátt í til að árangur náist. Segja má að heilsuefling á vinnustað sé sameiginlegt átak vinnuveitenda, starfsmanna og þjóðfélagsins alls sem miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Þessu markmiði verður náð með því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, stuðla að virkri þátttöku og ýta undir þroska einstaklingsins (Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið, 2008). Æ meiri áhersla hefur verið lögð á heilsueflingu á vinnustöðum síðustu árin (Green og Kreuter, 2005) og er talið að sú þróun haldi áfram (O’Donnell, 2002). Margar og mismunandi ástæður geta verið fyrir því að atvinnurekendur taki upp heilsueflingu. Hvað gert er og hvernig getur ráðist af stærð fyrirtækja, fjárráðum og þekkingu eða þekkingarleysi. Heilsuefling í litlum og meðalstórum fyrirtækjum Í Evrópusambandinu er skilgreiningin á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sú að í litlum fyrirtækjum eru færri en 50 starfsmenn en í meðalstórum fyrirtækjum eru 50­249 starfsmenn. Á Íslandi er notuð skilgreining Evrópusambandsins. Næstum öll fyrirtæki á Íslandi tilheyra þessum hópum (Hagstofa Íslands, 2007). Þörfin fyrir heilsueflingu og slysavarnir er meiri í litlum og meðalstórum fyrirtækjum en í stórum fyrirtækjum. Samkvæmt rannsókn Shain og Kramer (2004) geta ástæðurnar verið þær að stórt hlutfall starfsfólks í litlum fyrirtækjum getur verið í hættu, bæði vegna óheilsusamlegs líkamlegs og andlegs vinnuumhverfis. Vinnustellingar og síendurteknar hreyfingar geta haft mikil áhrif, svo og andlegt álag ef samkeppni er mikil á vinnustaðnum. Hættan á heilsutjóni er einnig meiri í fyrirtækjum þar sem gerðar eru miklar kröfur og starfsmennirnir hafa litla stjórn eða yfirráð (Campbell o.fl., 2002). Samkvæmt upplýsingum frá the European Agency for Safety and Health at Work (2001) eiga starfsmenn í litlum og meðalstórum fyrirtækjum frekar á hættu að lenda í vinnuslysum en starfsmenn í stærri fyrirtækjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þó svo að meirihluti allra fyrirtækja bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu séu lítil og meðalstór, er mun minni áhersla lögð á heilsueflingu og forvarnir þar en í stórum fyrirtækjum. Mikilvægt er því að reyna að ná til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að fækka vinnuslysum, efla heilsu og bæta almenna líðan starfsmanna. Á litlum vinnustöðum geta leynst ýmsar hættur. Í heilsueflingu felst einnig að greina þær.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.