Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201014 Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Þuríður Björnsdóttir, Ingibjörg Steinunn Sigurðardóttir og Harpa Karlsdóttir, sigurveig@soltun.is RAI-MATSTÆKIÐ: ÚTIVERA EYKUR VELLÍÐAN ÍBÚA Á HJÚKRUNARHEIMILI Gæðavísar eru öflug tæki til þess að fylgjast með árangri meðferðar. Hér er lýst notkun þeirra við mat á gagnsemi útivistar fyrir íbúa á Sóltúni. Markmið þessarar greinar er að skýra frá hvernig markviss útivera íbúa, sem þjást af heilabilun, á hjúkrunarheimili skilaði sér í bættri líðan þeirra samkvæmt RAI­matstækinu. Skipulagsbreyting var gerð haustið 2006. Bornar voru saman mælingar árin 2005­2008 á einum gæðavísi, það er hve algengt þunglyndi er með og án meðferðar, á einni deild á Sóltúni. RAI­matstækið (Resident Assessment Instrument) er viðamikið mat og greining sem gefur tölulegar niðurstöður bæði um hjúkrunarþörf og um gæði þjónustunnar. Eins og kunnugt er er RAI­mat gert á öllum íbúum hjúkrunarheimila á landinu. Þrjátíu gæðavísar hafa verið búnir til fyrir RAI­matstækið. Gæðavísar eru tölulegar upplýsingar, gjarnan í formi hlutfalls, sem gefa vísbendingar um gæði eða gagnsemi skilgreindra verkferla. Þeir gefa starfsfólki og stjórnendum vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara (Zimmerman o.fl., 1995). Niðurstöður RAI­matstækisins á algengi þunglyndis gáfu vísbendingar um að vellíðan íbúa ykist með reglulegri útiveru og að þunglyndiseinkenni hjá þeim minnkuðu. Niðurstöður varpa ljósi á góð áhrif útiveru á líðan þegar útiveran er vel skipulögð og fer fram reglulega. Verkefnið er því gott innlegg í umræðu um mikilvægi útvistar á vellíðan aldraðra á hjúkrunarheimilum. Breyting á skipulagi Haustið 2006 skipulögðu starfsmenn deildarinnar reglulegar útiferðir með íbúum, svo sem gönguferðir í kringum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.