Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Síða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Síða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 25 meiri þátt í heilbrigðisþjónustunni, meðal annars með því að auka rafræn samskipti. Nefna má Dani sem hafa í tilraunaskyni veitt einstaklingum aðgang að sinni eigin sjúkraskrá í rafrænu formi með góðum árangri. Netið er vaxandi samskiptatæki og nýleg rannsókn frá Deloitte (2009) í Bandaríkjunum sýnir að almenningur vill nota möguleika þess til að meta eigið heilbrigðisástand, svo sem með sjálfsmatsprófum og sem samskiptamiðil við heilbrigðisstarfsmann. Heilbrigðisstofnanir eru í eðli sínu þjónustu stofnanir en mynd 1 sýnir einfalda uppsetningu á mikilvægi góðs samspils milli fyrirtækis, starfsfólks og viðskipta­ vina. Ytri markaðsfærsla snýst um þjónustuloforðið sem markast af hlutverki, markmiðum og stefnu fyrirtækisins. Á þessu þjónustuloforði byggja viðskiptavinir væntingar sínar. Hér hvet ég lesendur til að kynna sér hlutverk, markmið og stefnu sinnar stofnunar eða sviðs og bera saman á gagnrýninn hátt við þá þjónustu sem veitt er. Innri markaðsfærsla snýr að starfsfólki, þjálfun þess og vinnuferlum. Hún stjórnast af ákveðnum gildum og sameiginlegri sýn sem skapa fyrirtækjamenningu. Gagnvirk markaðsfærsla lýsir sambandi milli starfsfólks og þjónustuþega. Hér er lögð mikil áhersla á að fyrirtæki þekki þarfir og væntingar viðskiptavina sinna með reglulegum viðhorfs­ eða þjónustukönnunum. Hlúa þarf sérstaklega að tengslum við viðskiptavininn því hann er kjarninn sem þjónustan snýst um, líka í heilbrigðisþjónustu. Lífsstílssjúkdómar og ávinningur forvarnaþjónustu Lífsstílssjúkdómar njóta æ meiri athygli enda um að ræða áunna sjúkdóma sem kosta bæði einstaklinginn heilsuna og samfélagið fjármuni. Að sögn Alþjóða­ heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2006) má rekja 60% heilsufarsvandamála í Evrópu til lífsstílssjúkdóma. American Institute of Cancer Research segir í skýrslu árið 2007 að með því að halda sér í kjörþyngd og neyta hollrar fæðu sé hægt að minnka líkur á krabbameini um 30­40%. Í sama streng tekur Evrópudeild WHO sem segir að hægt sé að minnka líkur á krabbameini um 40% með því að forðast reykingar, mikla áfengisneyslu, óhófleg sólböð og offitu (WHO, 2010). Norrænir félags­ og heilbrigðismálaráðherrar gáfu út yfirlýsingu í júní 2009 þess efnis að barátta gegn lífsstílssjúkdómum væri á forgangslista, ásamt því að vinna sig út úr fjármálakreppunni. Ávinningur góðrar forvarnaþjónustu gegn lífsstílssjúkdómum er minni lyfjanotkun, fækkun ótímabærra sjúkdóma, minna vinnutap og færri kostnaðarsamar innlagnir á sjúkrahús eða meðferðarstofnanir. Góð heilsa, sem skilar sér í fleiri æviárum, hefur oft í för með sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið vegna lengri vinnuævi og aukins framlags til landsframleiðslu. Þannig er fjárveiting til heilbrigðismála fjárfesting í bættari lífsgæðum samfélagsþegna sem aftur stuðla að framleiðniaukningu þjóða. Heilbrigðismál ættu því að vera áberandi í kosningastefnu hvers stjórnmálaflokks. Hvað hvetur til lífsstílsbreytinga? Ýmislegt hefur áhrif á neyslu og lífsstíl, eins og tískustraumar, neyslustýring stjórnvalda (með bönnum, tollum og sköttum), auglýsinga­ eða markaðs­ herferðir, fræðsla, frægar fyrir myndir og áhrif vina og fjölskyldu. For varnastarf í skólum er mjög mikilvægt því á leik­ og grunnskólaaldri er fræjum forvarna sáð til komandi kynslóða. Hafi sú vinna ekki tilætluð áhrif er næsta skref að aðstoða þá sem á þurfa að halda að breyta um lífsstíl. Hér er heilsugæslan í kjöraðstöðu til hjálpar vegna einstakrar nálægðar við íbúa og skólasamfélagið. Starfsfólkið býr enn fremur yfir þekkingu og reynslu til að meta ástand heilsu út frá ýmsum forsendum, eins og ættarsögu og áhættuhegðun. Lífsstílsbreyting er langtímaferli og veltur fyrst og síðast á þátttöku hvers og eins en hvernig tekst að virkja viðkomandi er lykillinn að góðum árangri. Lýðheilsustöð hefur nýlega skýrt frá niðurstöðum 17 ára rannsóknar á þyngd Íslendinga en þar kemur fram að landsmenn hafa þyngst jafnt og þétt þrátt fyrir gríðarlegan áróður fyrir heilsusamlegu mataræði og hreyfingu. Hér hljóta menn að spyrja sig hvort beitt sé réttum aðferðum við að koma skilaboðum á framfæri. Til að fá svör við þessu er brýn þörf á að markhópagreina skjólstæðinga heilsugæslunnar og skoða hvaða heilbrigðisskilaboð duga best á hvern hóp. Hér mættu heilbrigðisstéttir og markaðsfræðingar vinna betur saman því það er ekki nóg að upplýsa um skaðsemi hegðunar, það verður að setja skilaboðin í þannig búning að þau hæfi þeim markhópi sem þau eru ætluð. Sömuleiðis væri áhugavert að kanna hvaða þættir það eru sem helst hvetja Íslendinga til lífsstílsbreytinga. Felast þeir kannski einkum í alvarlegri heilsufarslegri viðvörun eða inngripum stjórnvalda? Það er ekki sama hvernig forvörnum er beitt og miklum fjármunum getur verið eytt í forvarnir sem ekki skila sér til almennings. Auglýsinga­ eða markaðsherferðir eru Mynd 1. Markaðsþríhyrningur þjónustu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.