Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Page 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201038 Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is ÁHRIF EFNAHAGSKREPPUNNAR Á ÍSLANDI Á HJÚKRUN OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í byrjun þessa árs birtist grein í vefriti mannauðsdeildar Alþjóða samtaka hjúkrunar fræð­ inga, Inter national Centre for Human Resources in Nursing (ICHRN), um áhrif efnahags­ kreppu nnar á Íslandi á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Greinin, sem skrifuð var af formanni og alþjóðafulltrúa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er fyrsta greinin í ritröð um áhrif hinnar alþjóðlegu efnahagskreppu á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Greinin var birt á ensku, frönsku og spænsku og hana má finna á vefsíðu ICHRN. Skýrsluna um áhrif efnahagskreppunar á hjúkrun á Íslandi má sækja á pdf­ sniði og er hún 24 bls. ICHRN hefur að markmiði að bæta gæði heilbrigðisþjónustunnar, meðal annars með framþróun í hjúkrun. Til að ná því markmiði leitast deildin við að afla og miðla upplýsingum um mannafla í hjúkrun og skipulag hjúkrunar um heiminn. Auk þess skoðar hún heilbrigðiskerfi og mismunandi árangur þeirra. ICHRN telur sammerkt með heilbrigðiskerfum þjóða heimsins að ójafnvægi ríki hvað mannafla í hjúkrun varðar. Víðast sé skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og tilflutningur á mannafla frá þróunarlöndum til þróaðri ríkja. Sá tilflutningur eykur enn á ójafnvægið. ICHRN heldur því fram að ástæðan sé meðal annars sú að stjórnvöld í hverju landi hafi vanrækt að halda saman upplýsingum um þarfir og framboð á mannafla í hjúkrun, stýring mannaflans hafi ekki verið næg og stefnumótun hafi skort. Þannig hafi ekki verið brugðist við fyrirséðum skorti á hjúkrunar fræðingum víðast um heiminn og ekki brugðist við óæskilegum tilflutningi mannaflans og það leiði aftur til áðurnefnds ójafnvægis. Ástæða þess að fyrst var leitað til FÍH um ritun greinar um áhrif efnahagskreppunnar á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga var án efa það mat að kreppan hefði skollið hvað harðast á Íslendingum. Hér á eftir verður birt stutt brot af því sem fram kemur í greininni. Að öðru leyti vísast til vefsvæðis ICHRN. Rétt er að ítreka að greinin var skrifuð og send til birtingar í júlí 2009.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.