Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Qupperneq 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201054 UMRÆÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á reynslu íslenskra sjúklinga af verkjum og verkjameðferð eftir skurðaðgerð. Þær sýna að verkirnir eru algengir og stór hluti sjúklinga er með slæma verki á sjúkrahúsinu. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Apfelbaum o.fl., 2003; Carr, 2001; Chung og Lui, 2003). Hlutfall sjúklinga með verki sólarhring áður en spurningalista var svarað er ívið hærra en komið hefur fram í öðrum sambærilegum íslenskum rannsóknum á skurðsjúklingum og sjúklingum á lyf­ og skurðlækningadeildum, en að öðru leyti eru niðurstöður svipaðar (Herdís Sveinsdóttir og Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, 1996; Elínborg G. Sigurjónsdóttir o.fl., 2001). Ein algengasta orsök ófullnægjandi verkjameðferðar virðist vera að sjúklingar greini ekki frá verkjunum (Lynch, 2001). Orsakir þess geta verið margþættar og hefur verið nefnt að sjúklingar vilji ekki ónáða hjúkrunarfræðinga af hræðslu við að vera álitnir kvartgjarnir (Idvall, 2002), eru hræddir við aukaverkanir og ánetjun verkjalyfja (Carr, 2001; Manias o.fl., 2006) og neikvæð viðhorf þeirra gagnvart verkjum og verkjalyfjum (Ward o.fl., 1993). Vaxandi umræða í þjóðfélaginu um skort á hjúkrunarfræðingum, undirmönnun á deildum og mikið álag á hjúkrunarfræðingum getur jafnframt orsakað það að sjúklingar veigri sér við að biðja um verkjalyf. Þátttakendur í rannsókninni virðast ekki hafa gert sér miklar vonir um verkjameðferð eftir aðgerð frekar en skurðsjúklingar víða annars staðar (Idvall, 2002; Svensson o.fl., 2001). Þetta er vandi sem taka þarf á af ákveðni og festu. Mikilvægt er að skipuleggja fræðslu á innskriftarmiðstöð með hliðsjón af þessu sem og að auka meðvitund almennings um gildi góðrar verkjameðferðar með almennri heilbrigðisfræðslu þar sem henni verður viðkomið. Nýjar íslenskar rannsóknir á viðhorfum og þekkingu hjúkrunarfræðinga og lækna á verkjum og verkjameðferð fundust ekki en rannsóknir hafa sýnt að þeir þættir geta hafa áhrif á verkjameðferð (Dihle o.fl., 2006; McCaffery og Robinson, 2002). Hins vegar benda niðurstöður nýlegrar íslenskrar rannsóknar, sem gerð var á reynslu hjúkrunarfræðinga af því að annast sjúklinga með verki, til þess að góð fræðileg þekking hjúkrunarfræðinga á verkjum nægi ekki ein og sér til að veita fullnægjandi verkjameðferð. Ýmsir aðrir þættir, meðal annars stofnanalegir þættir og samskipti við lækna hafi þar áhrif (Blondal og Halldorsdottir, 2009). Því þarf einnig að skoða slíka þætti í viðbót við hefðbundna kennslu um verki og verkjameðferð og tryggja að stöðugt séu í gangi verkferlar sem viðhalda árvekni starfsfólks gagnvart mikilvægi góðrar verkjameðferðar eftir skurðaðgerð. Sú niðurstaða, að fræðslu um verki og verkjameðferð sé ábótavant, bendir jafnframt til þess að endurskoða þurfi tilhögun þeirrar fræðslu til skurðsjúklinga. Sú niðurstaða, að sjúklingarnir töldu verki hafa áhrif á daglegar athafnir sínar, kom ekki á óvart (Elínborg G. Sigurjónsdóttir Tafla 5. Fylgni (Pearson­r) milli verkja fyrir aðgerð, tímalengdar verkja fyrir aðgerð, væntinga til verkja, verkja eftir aðgerð, truflandi áhrifa verkja, ánægju með verkjameðferð, gagnlegra upplýsinga um verkjameðferð, viðhorfa til verkja og verkjalyfja og aldurs. Verkir fyrir aðgerð Tímalengd verkja fyrir aðgerð Væntingar til verkja Verkir eftir aðgerð Truflandi áhrif verkja Ánægja með verkjameðferð Gagnlegar upplýsingar Viðhorf til verkja og verkalyfja Aldur Verkir fyrir aðgerð 1 Tímalengd verkja fyrir aðgerð ­ 1 Væntingar til verkja 0,320** 0,230 1 Verkir eftir aðgerð 0,361** 0,201 0,424** 1 Truflandi áhrif verkja 0,508** 0,201 0,443** 0,722** 1 Ánægja með verkjameðferð 0,124 ­0,072 0,330* ­0,139 ­0,054 1 Gagnlegar upplýsingar ­0,004 ­0,222 ­0,013 ­0,181 ­0,213* ­0,001 1 Viðhorf til verkja og verkjalyfja 0,286** 0,204 0,079 0,123 0,164 ­0,121 ­0,086 1 Aldur ­0,101 ­0,031 ­0,193* ­0,198* ­0,260** ­0,025 0,262** 0,181* 1 *p < 0,05, tvíhliða próf **p < 0,01, tvíhliða próf (N=216).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.