Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 15
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 11 Orlofssjóður Rétt til aðildar að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá vinnuveitendum sem gert hafa kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga um greiðslur í orlofssjóð FÍH fyrir viðkomandi hjúkrunarfræðinga. Vinnuveitandi greiðir sérstakt gjald í orlofssjóð FÍH. Gjald þetta nemur 0,25% af heildarlaunum félagsmanna. Árgjaldið jafngildir ávinnslu 12 punkta. Sjóðsfélagar í fæðingarorlofi njóta óskertra réttinda ef þeir greiða félagsgjöld af greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Sjóðsfélagar í fæðingarorlofi ávinna sér þó ekki punkta. Orlofssjóður hefur lagt metnað í að bjóða fjölbreytta valkosti fyrir félagsmenn FÍH og getur hver félagsmaður nýtt sér fleiri enn einn valkost eftir punktastöðu hvers og eins. Allir valkostirnir eru niðurgreiddir af sjóðnum. Hugsanlega hafa ekki allir kynnt sér það sem í boði er hjá orlofssjóðnum. Þar eru meðal annars: Orlofshús og orlofsíbúðir Gjafakort hjá Útivist og Ferðafélagi íslands Gjafakort hjá Icelandair og WOW air Kort í Hvalfjarðargöng Veiðikortið Golfkortið Útilegukortið Hótelmiðar Ef einhver vafaatriði vakna varðandi orlofsréttindi eru félags­ menn hvattir til þess að hafa samband við trúnaðarmanninn sinn eða að hafa beint samband við félagið. Hægt er að senda fyrirspurnir á hjukrun@hjukrun.is og á cissy@hjukrun.is. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir er sviðstjóri kjara­ og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Lágmarksorlof: Yngri en 30 ára 10,17% 30-37 ára 11,59% 38 ára og eldri 13,04% ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.