Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201332 Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að merkja öll gögn sjúklings með smitandi sjúkdóm og jafnvel hann sjálfan með orðinu SMITGÁT á gulum miða. Nú eru breyttir tímar og hætt að merkja fólk í bak og fyrir. Engu að síður getur það skipt sköpum fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vita sjúkrasögu sjúklinga sinna og reyndar er það líka mikilvægt fyrir sjúklingana. HEF ÉG RÉTT TIL AÐ VITA HVORT SJÚKLINGUR ER MEÐ SMITANDI SJÚKDÓM? Sjúklingur getur samkvæmt 7. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrá ákveðið að sjúkraskrárupplýsingar vegna meðferðar verði ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem skráir, umsjónaraðila sjúkra skrárinnar og eftir atvikum öðrum tilteknum heilbrigðis­ starfsmönnum. Þetta þýðir að sjúklingar geta verið með þekkta sjúkdóma sem til dæmis smitast með blóði, án þess að sjúkdómanna sé getið á skýran hátt í sjúkraskrá. Hluti sjúkraskrárinnar er þá lokaður. Allir sjúklingar eru hugsanlega smitandi Okkur ber að meðhöndla alla sjúklinga eins og þeir séu með smitandi sjúkdóma. Vinnureglur á Landspítala kveða á um grundvallarsmitgát, til dæmis að nota eigi einnota hanska ef snerta þarf blóð, líkamsvessa eða sjúklinga í sérstakri smitgát. Reglur Landspítala kveða líka á um að nota skuli grímur og augnhlífar til að verja vit og augu þegar hætta er á slettum af blóði eða öðrum líkamsvessum. Því miður verða stundum óhöpp þar sem slíkar forvarnir eru ekki til staðar enda störfum við í umhverfi þar sem hlutirnir gerast hratt. Sem dæmi má nefna að einhverju sinni var komið með sjúkling á bráðamóttöku með mikla blæðingu. Um bráðaástand var að ræða þar sem sjúklingurinn var í lífshættu og komu margir að. Þegar ástand sjúklingsins var orðið stöðugt og farið var að lesa sjúkraskrá hans almennilega kom í ljós að hann var smitaður af C­lifrarbólgu. Í þessu tilfelli var sjúkdómsgreiningin skráð en ekki þannig að hún blasti við þegar sjúkraskráin var opnuð. Annað Eygló Ingadóttir, eygloing@landspitali.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.