Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201334 Það var löng leið á fyrri hluta síðustu aldar frá Hólsfjöllum, þar sem Elísabet Ingólfsdóttir ólst upp, og suður til Reykjavíkur, í Hjúkrunarskóla Íslands. Elísabet hafði mikinn áhuga á hjúkrun og að námi loknu átti hún eftir að koma víða við. Hún vann á sjúkrahúsunum í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og á Keflavíkurflugvelli og í ein átta ár vann hún við hjúkrun í Bandaríkjunum. Elísabet er fyrsti hjúkrunar­ fræðingurinn sem lærði stómahjúkrun, hún fór í sérnám í geðhjúkrun strax og hægt var að komast í sérnám á Íslandi og tók þátt í að koma á líknarmeðferðarteymi á Landakoti. Elísabet hefur svo sannarlega frá ýmsu að segja. KYNNTIST SORG OG DAUÐA STRAX Í BERNSKU Elísabet fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum árið 1928 og bjó þar með fjölskyldu sinni til sjö ára aldurs en síðan fluttist fjölskyldan að Víðirhóli sem er norðar í sveitinni og bjó þar í nokkur ár. Foreldrar Elísabetar voru Ingólfur Kristjánsson og Katrín María Magnúsdóttir og áttu þau fimmtán börn. „Ég ólst upp á mannmörgu heimili og var númer átta í systkinaröðinni. Þú getur Fríða Björnsdóttir, fridabjornsdottir@gmail.com ímyndað þér að það var oft ýmislegt um að vera í svona stórum barnahópi. Við ólumst upp við að taka strax þátt í öllum heimilisstörfum og foreldrar okkar lögðu mikla áherslu á að við legðum okkur fram svo eitthvað mætti verða úr okkur. Þau vildu að við reyndum að velja okkur nytsamleg störf. Ég held að þetta hafi allt mótað mig dálítið,“ segir Elísabet. En hvers vegna valdir þú að fara í hjúkrun?„Ástæðurnar voru ýmsar, kannski meðal annars það að ég vissi að hjúkrunarnemarnir fengu frítt húsnæði, fæði og vinnuföt og það var hagstætt fyrir okkur sem komum utan af landi. Ég held að það hafi líka tengst heilmikið uppeldi mínu. Ég kynntist afskaplega fljótt sorg og dauða og varð þátttakandi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.