Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 31
Þjóðmál VOR 2010 29
auka landsframleiðsluna um vel yfir 10% á
tiltölulega skömmum tíma .
Við þessar aðstæður í efnahagslífinu er hið
sígilda og almennt viðurkennda efnahags-
úrræði, allar götur frá dögum Keynes
(1936), að lækka skatta og/eða reka ríkis-
sjóð með halla . Skattalækkun ýtir annars
vegar undir eftirspurn í hagkerfinu og hins
veg ar framtak, og frumkvæði í atvinnulíf-
inu . Þetta er nákvæmlega það sem helst
skortir í íslensku efnahagsumhverfi í dag .
Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að
fara þveröfuga leið . Í stað þess að lækka
skatta, og ýta þannig undir eftirspurn og
framtak, hefur hún valið að hækka skatta .
Nánast allir hugsanlegir skattar hafa verið
hækkaðir . Auk þess hefur hún fundið upp
nýja sérskatta . Jafnvel launskatturinn, þ .e .
tryggingargjaldið svokallaða, sem beinlínis
hækkar launakostnað fyrirtækja og dregur
því beint úr atvinnu, hefur verið hækkaður .
Skattahækkanir hafa a .m .k . ferns konar
neikvæð áhrif á efnahag og hagvöxt:
• Þær rýra ráðstöfunarfé heimila og fyrir-
tækja og draga þar með úr eftirspurn þeirra
í hagkerfinu .
• Þær fæla fólk frá vinnu og fyrirtæki frá
framtaki, fjárfestingum og nýsköpun . Jafn-
vel þótt einungis skattar á launþega væru
hækkaðir myndu þeir samt sem áður bitna
á fyrirtækjunum og hagnaðarmöguleikum
þeirra því þau verða að greiða skatta laun-
þeganna með einum og öðrum hætti .
• Þær draga úr lífskjörum þeirra sem
bjarg álna eru á Íslandi og herða því enn á
brott flutningi frá landinu .
• Þær auka svartsýni og vantrú manna á
að í landinu verði samkeppnishæft rekstrar-
umhverfi í framtíðinni og draga þar með
enn úr vilja til fjárfestinga .
Á móti þessum skaðvænlegu áhrifum gæti
komið bættur efnahagur hins opin bera . Það
er hins vegar að öllum líkindum skamm-
góður vermir . Með því að skattahækkanir
verða nánast örugglega til að minnka verga
landsframleiðslu, miðað við það sem að
öðrum kosti hefði orðið, munu þær leiða
til minni skatttekna í framtíðinni . Í þeirri
erfiðu kreppu sem íslenska hagkerfið glímir
nú við er sú framtíð sennilega innan eins
eða tveggja ára . Aukin skattheimta er nú
m .ö .o . líkleg til að rýra tekjumöguleika hins
opinbera í framtíðinni .
Skattar hafa víðtæk og fjölbreytt áhrif á hagkerfið og því talsvert flókið að gera
sæmilega tæmandi grein fyrir þeim áhrifum .
Til þess að freista þess að veita einhverja
hug mynd um þessi áhrif hef ég reiknað
áhrif skatta á einn þátt í hagvaxtarferlinu,
þ .e . á fjárfestingar fyrirtækja og heimila .
Rétt er að undirstrika að hér er einvörðungu
verið að skoða einn þátt af nokkuð mörgum
neikvæðum áhrifum skatta á hagvöxt sem
nefnd voru hér að framan . Reikningarnir eru
byggðir á fremur einföldu hagvaxtarlíkani af
hefðbundinni gerð (Romer 1996) . Vöxtur
lands fram leiðslu er í aðalatriðum talinn
ráð ast af tækniframförum og fjárfestingum .
Gert er ráð fyrir föstum tækniframförum
1% á ári . Fjárfestingar (í fjármunum, mann-
auði, rannsóknum og þróun) eru taldar
ráðast af ráðstöfunarfé heimila og fyrirtækja .
Ráð stöf unar féð ákvarðast á hinn bóginn af
lands fram leiðslu að frádregnum sköttum og
af borg unum lána til útlanda . Það er m .ö .o .
ekki gert ráð fyrir að ríkið noti skatttekjur
sínar til að fjárfesta í atvinnustarfsemi, enda
hefur ekki verið svo á liðnum árum og er
enn ólíklegra nú . Að lokum hafa í þessum
reikningum þekktar og fyrirsjáanlegar að-
stæður í hagkerfinu viss (en takmörkuð)
áhrif á þróun landsframleiðslu á árunum
2007–2011 .
Skoðuð eru þrjú dæmi um skatta: (1)
Óbreyttir skattar miðað við 2008; (2)
hækkun skatta um 10%; og (3) hækkun
skatta um 20% . Ekki liggur fyrir hvað