Þjóðmál - 01.06.2011, Page 24

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 24
22 Þjóðmál SUmAR 2011 Páll Vilhjálmsson Baugur, Davíð og íslenskir vinstrimenn 2002–2008 Í tilefni af útkomu bókarinnar Rosabaugur yfir Íslandi eftir Björn Bjarnason Lýðveldiskynslóð vinstrimanna á Ís­landi ólst upp í skugga Sjálfstæðis­ flokks sem bar höfuð og herðar yfir aðra stjórn málaflokka . Óskadraumur vinstri­ manna, um sterkan flokk í ætt við verka­ lýðs flokka á Norðurlöndum, rættist aldrei . Einhlít skýring er ekki til á sérþróun vinstri­ flokka hérlendis . Einn skýringar þáttur er að Sjálfstæðisflokkurinn undir formerkjunum „stétt með stétt“ hélt umtalsverðum styrk­ leika meðal launþega . Önnur veigamikil skýring er að öll lýðveldisárin voru flokk ar vinstrimanna, Alþýðuflokkur og Alþýðu­ bandalag, með andstæðar skoðanir á utan­ ríkismálum, aðild Íslands að NATO og herstöðvarsamningi við Bandaríkin . Vinstrimenn fengu einkum með tvenn um hætti aðild að ríkisstjórnum . Annars vegar í skjóli Sjálfstæðisflokksins, t .d . Við reisn­ ar stjórn Alþýðuflokks og Sjálf stæðis flokks 1959 til 1971, eða í brot hættum þriggja flokka stjórnum með Fram sóknar flokki, t .d . 1978–1979 og 1988–1991 þar sem Borg ara flokkurinn kom einnig við sögu . Vinstriflokkarnir voru að þrotum komn ir undir aldamótin, bæði í pólitískum skiln­ ingi og skipulagslegum . Forysta vinstri­ flokk anna sá ekki fram á að komast til valda á eigin forsendum og sundurþykkja milli flokk anna rénaði ekki . Á tíunda áratug síð ustu aldar lögðu flokkarnir af útgáfur sínar, Alþýðublaðið og Þjóðviljann . Vinstri­ flokkarnir gerðu samkomulag við feðg ana Svein R . Eyjólfsson og Eyjólf Sveinsson um að útgáfa á þeirra vegum þjónustaði ver aldar­ sýn vinstri manna . Feðgarnir eru sjálf stæðis­ menn og Eyjólfur var um tíma að stoðar­ maður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra . Um aldamótin stokkuðu vinstrimenn upp sinn hluta flokkakerfisins . Markmiðið var að breyta valdahlutföllum í samfélaginu . Al þýðu flokkur og Alþýðubandalag, flokkar með langa sögu og hefðir, og Kvennalistinn, sem stofnaður var 1983, runnu saman í eitt fram boð 1999 undir merkjum Samfylking ar . Vinstri menn voru þó ekki samstíga fremur en fyrri daginn . Fyrrum varaformaður Al­ þýðu bandalagsins, Steingrímur J . Sigfússon, stofn aði ásamt Ögmundi Jónas syni og fleiri Vinstri hreyfinguna – grænt fram boð .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.