Þjóðmál - 01.06.2011, Page 40
38 Þjóðmál SUmAR 2011
er hún hafnaði áskorunum um að staðfesta
ekki lögin um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) .“
Vandinn út af 26 . greininni varð ekki leystur fyrr á árum með árangurslaus
um tilraunum til þess að endurskoða
stjórn arskrána . Sá vandi virtist hins vegar
vera á góðum vegi að leysast af sjálfum
sér við það að forsetar notuðu sér ekki
ákvæðið þar til Ólafur Ragnar Grímsson
forseti staðfesti ekki lög um fjölmiðla
árið 2004 . Í hálfa öld hafði sú fasta venja
myndast að staða forseta Íslands væri
hin sama og konunga á Norðurlöndum .
Danska stjórnarskráin hefur að geyma
frá fyrri tíð löngu óvirkan synj unarrétt
þjóðhöfðingjans og jafn mein ingarlausa
heimild að reka ráðherra . Þessi staða er í
samræmi við túlkun Sveins Björns sonar,
enda segir í stjórnarskránni að forseti
láti ráðherra framkvæma vald sitt og sé
ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum . Sam
kvæmt 1 . grein stjórnarskrárinnar er Ís land
lýðveldi með þingbundinni stjórn . Það
þýðir einfaldlega það sama hér og í öllum
þeim löndum sem búa við þing bundið
lýðræði: ríkisstjórn, sem ræður þing meiri
hluta, ber ein alla ábyrgð á stjórn lands ins .
Engin valddreifing getur því veri ð . Þjóð
höfðingja okkar getur það ekki verið í
sjálfsvald sett, með eða án áskorana fólks,
að neita settum lögum staðfestingar .
Þá kemur að því atriði að forseti Íslands er þjóðkjörinn gagnstætt því sem er
um konungdóm bundinn erfðum . En er
hér einhver raunverulegur munur? Höf
undurinn var í sína tíð sendiherra í Belgíu
en þar hafði Leopold III konungur verið
rekinn, ef svo má segja, nokkru eftir stríðs
lok, af þjóðinni og af ærnum ástæðum .
Þegar tekið var við starfi sendiherra í Noregi
var Harald konungur vígður í Niðaróss
dómkirkjunni . Konungshjónin fóru síðan
það árið og það næsta í siglingu með allri
strandlengju Noregs, komu hvarvetna við
og voru hyllt af margmenni . Þetta mátti
skynja sem ljúft þjóðarsamþykki við nýjan
konung og drottningu Noregs . Nýverið
hermdu fregnir að norska ríkisstjórnin
stefndi að því takmarka jafnvel hlutverk
kon ungs í opinberum athöfnum og við af
hendingu heiðursmerkja . Þjóðhöfðingjar
kon ungsríkja sitja eða víkja að vilja fólksins
og sækja þannig í raun með öðrum hætti en
þjóðkjörinn forseti umboð til þjóðar sinnar .
Þjóð höfðingjar landa með sambærilega
stjórn arskrá við okkar íslensku hafa það
eina pólitíska hlutverk að veita umboð að
mynd un ríkisstjórna eftir kosningar . En
um þjóðhöfðingja er stundum sagt að völd
séu eitt og áhrif annað .
Hvað svo sem formlegum völdum líður gegnir forseti Íslands mikilvægu
hlutverki í þjóðfélaginu . Á hátíðarstundum
og við opinberar athafnir er hlutverk þjóð
höfðingja í þungamiðju . Þá skal þess
minnst með þakklæti að forsetinn er sífellt
að sinna þeim félagslegu, menningar eða
mannúðarmálum sem hér eru á döfinni .
Nærvera og vel valin orð Ólafs Ragnars
Gríms sonar í fjölmiðlum hafa gefið fjöl
mörgu átaki og viðburðum aukið gildi
og athygli . Svo eitthvað annað sé nefnt af
skyldu störfum forsetans, þá tekur hann á
móti og sinnir fulltrúum erlendra ríkja .
Langflestir sendiherra gagnvart Íslandi
eru búsettir í nágrannalöndum og koma
til stuttrar dvalar á Íslandi og því er afar
þýðingarmikið að þeir fái þá góðu og inni
haldsríka móttöku á Bessastöðum sem þar
er viðhöfð . Þess ber að geta úr starfi, að þegar
það kom til tals að saga landafundanna yrði
þemað í kynningarstarfi vestra árið 2000,
varðaði stuðningur forsetans miklu um
að koma því máli á framfæri við Clinton