Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 40

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 40
38 Þjóðmál SUmAR 2011 er hún hafnaði áskorunum um að staðfesta ekki lögin um Evrópska efnahagssvæðið (EES) .“ Vandinn út af 26 . greininni varð ekki leystur fyrr á árum með árangurslaus­ um tilraunum til þess að endurskoða stjórn arskrána . Sá vandi virtist hins vegar vera á góðum vegi að leysast af sjálfum sér við það að forsetar notuðu sér ekki ákvæðið þar til Ólafur Ragnar Grímsson forseti staðfesti ekki lög um fjölmiðla árið 2004 . Í hálfa öld hafði sú fasta venja myndast að staða forseta Íslands væri hin sama og konunga á Norðurlöndum . Danska stjórnarskráin hefur að geyma frá fyrri tíð löngu óvirkan synj unarrétt þjóðhöfðingjans og jafn mein ingarlausa heimild að reka ráðherra . Þessi staða er í samræmi við túlkun Sveins Björns sonar, enda segir í stjórnarskránni að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum . Sam ­ kvæmt 1 . grein stjórnarskrárinnar er Ís land lýðveldi með þingbundinni stjórn . Það þýðir einfaldlega það sama hér og í öllum þeim löndum sem búa við þing bundið lýðræði: ríkisstjórn, sem ræður þing meiri­ hluta, ber ein alla ábyrgð á stjórn lands ins . Engin valddreifing getur því veri ð . Þjóð­ höfðingja okkar getur það ekki verið í sjálfsvald sett, með eða án áskorana fólks, að neita settum lögum staðfestingar . Þá kemur að því atriði að forseti Íslands er þjóðkjörinn gagnstætt því sem er um konungdóm bundinn erfðum . En er hér einhver raunverulegur munur? Höf­ undurinn var í sína tíð sendiherra í Belgíu en þar hafði Leopold III konungur verið rekinn, ef svo má segja, nokkru eftir stríðs­ lok, af þjóðinni og af ærnum ástæðum . Þegar tekið var við starfi sendiherra í Noregi var Harald konungur vígður í Niðaróss­ dómkirkjunni . Konungshjónin fóru síðan það árið og það næsta í siglingu með allri strandlengju Noregs, komu hvarvetna við og voru hyllt af margmenni . Þetta mátti skynja sem ljúft þjóðarsamþykki við nýjan konung og drottningu Noregs . Nýverið hermdu fregnir að norska ríkisstjórnin stefndi að því takmarka jafnvel hlutverk kon ungs í opinberum athöfnum og við af­ hendingu heiðursmerkja . Þjóðhöfðingjar kon ungsríkja sitja eða víkja að vilja fólksins og sækja þannig í raun með öðrum hætti en þjóðkjörinn forseti umboð til þjóðar sinnar . Þjóð höfðingjar landa með sambærilega stjórn arskrá við okkar íslensku hafa það eina pólitíska hlutverk að veita umboð að mynd un ríkisstjórna eftir kosningar . En um þjóðhöfðingja er stundum sagt að völd séu eitt og áhrif annað . Hvað svo sem formlegum völdum líður gegnir forseti Íslands mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu . Á hátíðarstundum og við opinberar athafnir er hlutverk þjóð­ höfðingja í þungamiðju . Þá skal þess minnst með þakklæti að forsetinn er sífellt að sinna þeim félagslegu, menningar­ eða mannúðarmálum sem hér eru á döfinni . Nærvera og vel valin orð Ólafs Ragnars Gríms sonar í fjölmiðlum hafa gefið fjöl­ mörgu átaki og viðburðum aukið gildi og athygli . Svo eitthvað annað sé nefnt af skyldu störfum forsetans, þá tekur hann á móti og sinnir fulltrúum erlendra ríkja . Langflestir sendiherra gagnvart Íslandi eru búsettir í nágrannalöndum og koma til stuttrar dvalar á Íslandi og því er afar þýðingarmikið að þeir fái þá góðu og inni­ haldsríka móttöku á Bessastöðum sem þar er viðhöfð . Þess ber að geta úr starfi, að þegar það kom til tals að saga landafundanna yrði þemað í kynningarstarfi vestra árið 2000, varðaði stuðningur forsetans miklu um að koma því máli á framfæri við Clinton
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.