Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 50

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 50
48 Þjóðmál SUmAR 2011 Þegar lög þessi eru skoðuð, kemur æ betur í ljós að höfundar þeirra aðhyll­ ast þá kenningu, að fjölmiðlar séu einhvers konar stýrandi afl sem stjórnvöld þurfi að hafa yfirumsjón með . Höfundarnir eru aug ljóslega, eins og islamistar, nasistar og komm únistar, „þjóðfélagsverkfræð ing ar“, þ .e . útópistar, sem líta á fjölmiðla sem tæki til að ná fram fyrirmyndarríkinu, útópíunni . Hér er eitt dæmi af mörgum: Til að fylgjast með framvindu jafn rétt­ is mála getur fjölmiðlanefnd óskað eftir upp lýsingum frá fjölmiðlaþjónustu­ veit endum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum) . Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir sam­ starfi við fjölmiðlaþjónustuveitendur um upplýsingar um birtingarmyndir kynj anna, þ .e . hlutfall kvenna og karla í fréttum, bæði viðmælendur og frétta menn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o .fl . Hér getur einnig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjöl miðla þjónustuveitendur vinna gegn staðal ímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum . Bragð er að þá barnið finnur . Eins og Jakob Bjarnar Grétarsson benti á í stuttri en ágætri grein í Fréttablaðinu er hér beinlínis verið að fara fram á að fjölmiðlar skýri rangt frá í nafni pólitískrar rétthugsunar samtímans, en hann segir m .a .: Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd — í þessu kristallast grundvallarmis skiln­ ingur á eðli fjölmiðla . Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhverskonar ger­ andi í þjóðfélaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna . En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar . Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum . Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frum skyldunni, sem er að veita sem óbjag aðastar upplýsingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo . Af hverju í ósköpunum ætti almenn ing­ ur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem eink­ um eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri fréttaflutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá . Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköp­ unum þeim gangi til með þessu hlálega bulli? Spurningu Jakobs Bjarnar er auðvelt að svara: Höfundar þessara laga og ríkis­ stjórn ar flokkarnir hyggjast með þessari lög gjöf nota hin nýju yfirráð sín yfir fjöl­ miðl um til að stýra skoðanamyndun og þjóð félaginu í heild eftir sínu höfði . Hér á, með skipulegri innrætingu og heilaþvotti þegnanna (sem þetta fólk kallar yfirleitt „fræðslu“, eða jafnvel „menntun“), að skapa nýtt þjóðfélag, útópíu, þar sem allir eru pólitískt rétthugsandi og eins, konur og karlar, svartir og hvítir, hommar og við hinir, kristnir og múslimar, ungir og aldnir, gáfaðir og heimskir, litlir og stórir, feitir og grannir, ljótir og fallegir o .s .frv . Í stuttu máli: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir . Hver sá sem efast er sekur um „fordóma“, ef ekki beinlínis „hatur“ (t .d . „kynþáttahat­ ur“, „kvenhatur“ eða „hommahatur“) og slíkan mann má nú dæma í allt að tveggja ára fangelsi samkvæmt 233 . grein almennra hegningarlaga, sem þáverandi dóms málaráðherra Sjálfstæðisflokksins,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.