Þjóðmál - 01.06.2011, Side 52

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 52
50 Þjóðmál SUmAR 2011 Íslendingar hafa sveiflast öfganna á milli frá miklum sósíalisma árin 1930–1960 og mikilli auðstefnu og afskiptaleysi árin 1990–2010 . Mönnum er að lærast að hvorugt hentar okkur og við þurfum að finna eitthvað þarna á milli . Athafnalífið er klofið á milli einkareksturs og opinbers reksturs, og vill hvorugur af hinum vita . Þetta gengur ekki . Jafna þarf eignum milli manna í þjóð­ félaginu meira og einnig á annan hátt en gert er í dag . Hið opinbera á að skila aftur til einstakl­ inga opinberum eignum, sem ekki er þörf á að séu í opinberum höndum . Meiri jöfn uð­ ur er góður fyrir Ísland, styrkir sam félag ið og og gerir landsmenn virkari . Þegar hér er talað um jöfnuð er átt við einka eignir manna, en ekki almennar eignir ríkisins, sveitarfélaga, góðgerðarfélaga, líf­ eyris sjóða og þess háttar . Þær síðarnefndu eru ekki eignir einstaklinga í venjulegum skiln ingi, heldur mismunandi vel skil­ greind ur réttur manna til fjár eða þjónustu í óvissri framtíð . Tekjujöfnuður, sem líka er verðugt verkefni, fellur að mestu utan efnis þessarar greinar . Þessi umfjöllun er um mikilvægi þess að efla millistéttina á kostnað hins opinbera og auðmanna . Þessi þróun þarf 5–15 ár með vönduðum undirbúningi . Mikið er talað um lýðræði og vald um þessar mundir . Sú skoðun er ríkjandi að allt vald komi frá fólkinu, þ .e .a .s . frá almennum kjósendum . Alþingi, ríkisstjórn og sveitarstjórnir sæki allt vald sitt til al mennra kjósenda í kosningum á fjögurra ára fresti . Hin hefðbundna skilgreining á lýðræði er stjórnarfar, þar sem valdið er hjá meiri hluta kjósenda . Þessi skilningur er orðinn of þröngur . Lýðræði er ekki aðeins stjórnar form heldur einnig lífsskoðun og lífsmáti þar sem einstaklingurinn getur haft mest áhrif á sína eigin ævi og hvers­ dag slíf . Lýð ræði er úti lok að nema menn séu frjálsir . Mann rétt indi eru til þess að verja frelsi manna . Borið hefur á því að menn sniðgangi eignar rétt indin eða setji þau skör lægra . Þetta er mikill mis­ skilningur . Eignarréttindin eru mann­ rétt indi, jafnþýðingarmikil og önnur . Öll mann rétt indi eru ómissandi til varnar frelsi mannsins . Valdið er ekki í höndum kjósenda nema eignirnar séu í höndum einstaklinganna . Jóhann J . Ólafsson Ný viðhorf til eignajöfnunar í þjóðfélaginu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.