Þjóðmál - 01.06.2011, Side 53

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 53
 Þjóðmál SUmAR 2011 51 Kjósandi í lýðræðisríki er í hlutverkum, herra og þjóns . Hann er valdhafinn og ræður lögunum, sem hann svo sjálfur verður að hlýða . Marteinn Lúther orðar þessa hugsun svo á 16 . öld: Kristinn maður er frjáls herra allra hluta og engum undirgefinn . Kristinn maður er auð mjúkur þjónn allra og öllum undir­ gefinn . Enginn getur fús þjónað öðrum, nema hann sé sinn eiginn herra . Þessi tvöfaldi eiginleiki er einkenni allra siðaðra manna og gerir lýðræðið svo tilvalið fyrir þá . Jafnvægi þessara þátta má ekki raskast um of . Þessi fagra mynd er þó að brenglast hægt og bítandi . Hið opinbera er, í krafti lagasetningar­ valds, skatt tekna og yfirburða lánstrausts, að leggja undir sig sífellt meiri eignir, tekjur og þjónustu . Kjósandinn — sá sem valdið hefur — verður fjárhagslega æ háðari þeim sem hann er að kjósa . Sá sem um tíma er valinn til að fara með valdið, beitir því langt umfram þörf til að ganga á eignir þess sem treystir honum fyrir forræði sínu . Til þess að hægt sé að tala um að kjós­ andinn hafi valdið þarf hann að vera fjár­ hagslega sjálfstæður . Hann má ekki vera háður þeim sem hann ætlar að kjósa . Þá myndast lýðræðishalli . Ein leið til þess að ráða bót á þessu er að stofna jöfnunarsjóð einstaklinga . Í þennan sjóð renni fé ákveðinna skatt stofna og vissar opinberar eignir . Úr þessum sjóði renni svo fé til hinna eigna­ og tekju minnstu og jafni þannig efnahag Íslendinga Þetta tæki mörg ár . Þetta myndi koma ungu fólki vel og gerði því kleift að líta bjart­ ari augum til framtíðarinnar í landi sínu . Tilgangurinn með þessu er einnig að gera sem flesta landsmenn áhrifaríkari og ábyrgari í efnahagsstarfsemi landsins . Þar sem þetta fé kemur úr opinberum sjóði er hægt að binda það ýmsum mark­ vissum skilyrðum, svo sem þeim að menn fari skynsamlega og vel með þessar eignir og ávaxti þær . Þetta fé á að vera varasjóður og skyldusparnaður móttakanda, lykill að tryggri undirstöðu sjálfstæðis hans . Mark­ mið ið er að þeir tekjulægstu eigi allt að árs­ launum í sparisjóði . Það sem svo yrði um­ fram öryggismörk yrði mönnum til frjáls­ ari ráðstöfunar . Öryggishlutinn yrði ekki veðhæfur, aðfararhæfur né skatt skyldur . Ísland samtímans er í flestum saman­ burði ríkt samfélag, þrátt fyrir hrunið, sem við komumst í gegn um í fyllingu tímans . Eðlilegt er að sem flestir hafi áhrif á hvernig með landsauðinn er farið og hafi hönd í bagga með ráðstöfun hans og eftirliti . Eftir því sem fleiri hafa beina hagsmuni af góðri efnahagsstjórnun er líklegra að hún takist . Meiri jöfnuður skapar meiri sátt og frið í landinu og dregur úr glæpum og afbrot um . Mannfélagið myndi eftir sem áður hvíla á eignarrétti, lýðræði og markaðssamskipt um, þar sem mannréttindi væru í hávegum höfð . Efnahagurinn verður jafnaður neðan frá til að útrýma fátækt og skorti svo að sem flestir getir verið þátttakendur í þjóð félag­ inu og efnahagslífinu . Ekki er meiningin að taka eignir af auðmönnum, heldur að beita drif­ krafti þeirra og hugmyndaflugi fyrir efna­ hags vagninn . Á síðari tímum hefur auður hinnar ríkustu orðið langt umfram nokkra þörf og raunar ráðgáta hvaða tilgangi sú auðsöfnun hefur þjónað . Eins og vel kemur fram í skýrslu rann­

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.