Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 55

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 55
 Þjóðmál SUmAR 2011 53 Gunn arssonar í Morgunblaðinu segir: „Eru ein hver rök fyrir því, að skattgreiðendur — í hvaða landi sem er — taki á sig afleiðingar rangra ákvarðana sem stjórnendur einka­ fyrir tækja hafa tekið?“ Ég spyr á móti: Eru einhver rök fyrir því að skattgreiðendur — í okkar landi — greiði aftur og enn aftur fyrir mistök stjórn­ málamanna í opinberum fyrir tækjum? Ég segi nei . Valdhafar eiga að skila fyrir tækj­ unum til almennings . II . umsjóNarráð heNta vel margs koNar rekstri Þótt kosningar til stjórnlagaþings hafi verið ógiltar af Hæstarétti Íslands, sum­ um til mikilla vonbrigða, er spurning hvort ekki megi af þeim læra fleiri og allt aðra hluti en til var ætlast? Kosningar til stjórnlagaþingsins eru gott dæmi þar sem stór hópur kjósenda, allir kosningabærir Íslendingar, velja fáa menn, 25, úr stórum hópi frambjóðenda, 522 . Þetta hefur verið vandamál í stórum hluta­ félögum erlendis, þar sem hluthafar skipta tugum og jafnvel hundruðum þúsunda og erfitt að tryggja áhrif þeirra . Þá hefur verið brugðið á það ráð að kjósa svokallað „Aufsichtsrat“, sem ég hefi kosið að þýða „Umsjónarráð“ . Hluthafar kjósa þá ákveðinn fjölda manna, mismunandi marga eftir stærð félagsins, í umsjónarráð . Þetta umsjónarráð hefur fyrst og fremst það hlutverk að kjósa eða ráða stjórn félags ins, sem aftur ræður forstjóra/fram­ kvæmdastjóra þess . Auk þess gegnir um­ sjónarráðið eftirlitshlutverki en stjórnin stjórnar hins vegar félaginu á eigin ábyrgð undir eftirliti umsjónarráðs, en þarf ekki að hlíta fyrirmælum þess . Enginn getur setið samtímis í umsjónar­ ráði og stjórn félagsins . Þetta gæti verið góð leið til að veita stór um hópi, t .d . neytenda og eigenda, meiri að gang að stjórnum þjónustufyrirtækja og þjón ­ ustustofnana, sem ekki virðist vanþörf á . Tökum aftur dæmi af Orkuveitu Reykja­ víkur . Þá gætu Reykvíkingar og aðrir not ­ end ur þjónustu OR kosið vissan fjölda í um sjónar ráð t .d . 9–25 . Umsjónarráð myndi svo ráða helming stjórnarmanna en borgar stjórn Reykjavíkur hinn helminginn . Ráðningin færi fram á algjörlega opinn og hreinskiptinn hátt . Störfin væru auglýst, fagnefnd færi yfir umsóknirnar og notast væri við sérfræðinga í mannaráðningum ef þurfa þætti . Æskilegt væri að borgarstjórn stæði á sama hátt að ráðningu eða tilnefningu stjórnarmanna sinna í Orkuveitunni . Sama hátt mætti hafa á við stjórnun líf­ eyris sjóða . Sjóðsfélagar og lífeyrisþegar kysu um sjónarráð sem tilnefndu helming stjórn­ ar innar á móti þeim, sem nú skipa stjórnir líf eyrissjóðanna . Einnig kemur til greina að endurskipu­ leggja stjórn vegamála á þennan hátt . Vegagerðin er fyrirtæki eða stofnun, sem fer með geysimikið fjármagn þar sem vega kerfi landsins er . Sama má segja um ríkis fyrirtæki eins og Landsbanka Íslands o .fl . Ég legg áherslu á að æðstu opinberir að­ il ar haldi áfram að tilnefna menn í stjórn þjónustufyrirtækja til þess að rjúfa ekki tengslin við hið opinbera, sem á að gæta al mennra hagsmuna og þjón ustu hlut verks­ ins . Gott er að stjórnarmenn komi úr ólík­ um áttum til að víkka sjónarmið og auka öryggi . Eins mættu launþegar eiga trygga aðkomu að umsjónarráði .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.