Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 58

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 58
56 Þjóðmál SUmAR 2011 Refsistefnan dregur ekki úr aðgengi að fíkniefnum Viðbúnaður vegna fíkniefnasmygls er meiri hér á landi en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir það að við búum á eyju .9 Miklu fé er varið á hverju ári til þessa eftirlits .10 Tollur og lögregla haldleggja samtals á bilinu 5–15% þeirra ólöglegu fíkniefna sem eru í umferð ár hvert .11 Það er ráðgert miðað við þessar forsendur að íslenski fíkniefnamarkaðurinn velti á bilinu 30–40 milljörðum . Til samanburðar má nefna að í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjórinn, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Lög­ regluskóli ríkisins fái samanlagt úthlutað um 5,4 milljörðum króna . Það er sannarlega dapurlegt að stór hluti þessarar fjárhæðar er nýttur til þess að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi sem verður sífellt erfiðari viðfangs þegar fram líða stundir . Það er óheppilegur veruleiki að stórum hluta ungmenna hafa verið boðin ólög leg fíkniefni .12 Um er að ræða beina afleiðingu þess að markaðsmaskínu undir heima hag­ kerfisins eru ekki sett sömu takmörk og mark aðs setningu löglegra markaðsvara . Staðreyndin er sú að lögleg vímuefni á borð við áfengi sæta neyslustýringu og ákveðn­ um aðgangshindrunum hér á landi, sem ólögleg vímuefni gera ekki . Til að mynda fæst áfengi einungis keypt á ákveðn um stöðum, á ákveðnum tímum sólar hrings ins, gegn staðgreiðslu og fram vísun persónu­ skilríkja til að sannreyna aldur kaup­ 9 Ríkisendurskoðun . Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – Stjórnsýsluúttekt . Bls . 5 . 10 Sama heimild . 11 Sama heimild . Bls . 59 . 12 Jóhanna Rósa Arnardóttir og Elísabet Karlsdóttir: Hugmynd ­ ir ungs fólk um forvarnir og aðgengi að fíkniefnum . Hug­ heimar . 2005 . andans . Hið sama gildir ekki um ólögleg vímuefni . Fíkniefnasalar hafa jafnan engan sérstakan opnunartíma, oft bjóða þeir upp á fría heimsendingu og gjarnan upp á lánsviðskipti . Fíkniefnasalar kanna heldur ekki aldur eða þroska kaupandans og því er alla jafna á færi barna að kaupa ólögleg vímuefni . Í þessu samhengi er vert að benda á að árið 2005 höfðu 62% allra á aldrinum 18–20 ára verið boðin ólögleg fíkniefni .13 Leiða má líkur að því að þetta hlutfall sé hærra nú í dag, þar sem fíkniefnaneysla ungmenna virðist meiri nú en áður . Ólíkt því sem gerst hefur með lögleg fíkniefni, hefur verð á ólöglegum fíkniefn­ um lækkað að teknu tilliti til almenns verðlags og gengisþróunar og er með lægsta móti í sögulegu samhengi .14 Það mætti því segja að aðgengi að ólöglegum fíkniefnum gæti stundum verið betra en að löglegum fíkniefnum, þótt ótrúlegt megi virðast . Refsistefnan skaðar heilsu almennings ÁÍslandi deyja fjölmargir árlega vegna vímuefnaneyslu .15 Leiða má líkur að því að ólögmæti vímuefna geri það að verkum að þeir sem neyta þeirra (og jafnvel þeir sem selja þau) viti aldrei um raunveruleg innihaldsefni, styrkleika eða tegund efnanna . Er það vegna þess að ólögmæti fíkniefna dregur verulega úr möguleikanum á hvers konar gæðastjórnun eða öryggiseftirliti við framleiðslu og tilbúning þeirra .16 Fíkniefna er að auki oft 13 Sama heimild . 14 Ari Matthíasson: SÁÁ. Vímuefnamarkaðurinn. 27.8.2008. Sótt á vefsíðu SÁÁ: http://www .saa .is/islenski­vefurinn/ felagsstarf/pistlar/nr/75954/ [sótt á vef 14 .5 .2011] . 15 Ríkisendurskoðun . Ráðstafanir gegn innflutningi ólög­ legra fíkniefna . 16 Transform Drug Policy Foundation . Drug Related Deaths . Sótt á vef TDPF: http://www .tdpf .org .uk/ MediaNews_FactResearchGuide_DrugRelatedDeaths .htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.