Þjóðmál - 01.06.2011, Page 92

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 92
90 Þjóðmál SUmAR 2011 Sovétríkjanna, í fyrsta skipti nær óheftan aðgang að skjölum og öðrum heimildum í rússneskum skjala­ og bókasöfnum . Fyrst í stað könnuðu flestir söfn í Moskvu og Pétursborg en síðan hafa menn smám saman tekið að fara víðar og kannað gögn í bóka­ og skjalasöfnum í öðrum borgum Sovétríkjanna fyrrverandi . Margir hafa einnig komist í gögn í einkaeigu og sumir hafa náð að safna munnlegum heimildum . Árangur þessa starfs er sá að á undanförnum 10–15 árum hafa komið út, á Vesturlöndum og í Rússlandi, fjölmörg athyglisverð rit um byltinguna og aðdraganda hennar . Þau eru byggð á rannsóknum á heimildum, sem áður voru annaðhvort óþekktar eða óaðgengilegar fræðimönnum . Einna fyrst þessara rita var bók breska sagnfræðingsins Orlando Figes, A People´s Tragedy, sem kom fyrst út árið 1996 . Sú bók byggir jöfnum hönd um á rannsóknum á skjallegum og prent uðum heimildum og viðtölum við heim ildarmenn . Hún nær yfir lengra tímabil en flest fyrri rit um byltinguna, en Figes hefur frásögn sína við árið 1891 og fellir þráðinn við andlát Lenins árið 1924 . Í stuttum inngangi gerir höfundar þessarar bókar grein fyrir þeim þremur meginkenn­ ingum eða „skólum“ sem hafa á undanförn­ um áratugum verið mest áberandi í umfjöll­ un og túlkun fræðimanna á rússnesku bylt­ ing unni . Þar telur hann fyrst hina svonefndu frjálslyndu eða hefðbundnu túlkun . Sam­ kvæmt henni var októberbyltingin einangr­ að fyrirbæri í sögulegum skilningi, en einkar óheppilegt þar sem hún varð til þess að Rússar villtust af slóðinni sem þeir höfðu Höfundurinn, Erik Kulavig, og helstu söguhetjur hans . fetað um skeið í átt til lýðræðis og velferðar . „Byltingin“ var samkvæmt þessari túlkun engin bylting, heldur valdarán fámennrar klíku öfgamanna, sem nutu lítils stuðnings eða vinsælda meðal rússnesks almennings . Þessi túlkun hefur notið mestrar hylli meðal rússneskra fræðimanna upp á síðkastið, ef til vill að nokkru leyti vegna þess að fái hún staðist, hlýtur ábyrgðin á byltingunni og öllum þeim hörmungum sem fylgdu í kjölfar hennar að vera fárra manna en ekki almennings í Rússlandi . Þeir sem aðhyllast þessa túlkun halda því einnig flestir fram, að beint samband hafi verið á milli stjórnarhátta Leníns og Stalíns, Lenín hafi verið hinn raunverulegi upphafsmaður ógnarstjórnarinnar og Stalín ekki gert annað en að tileinka sér aðferðir hans . Önnur meginkenningin er hin opinbera túlkun sovéskra stjórnvalda, sem Kulavig gefur lítið fyrir, og fáir fræðimenn aðhyllast nú á dögum . Þriðja túlkunin og sú, sem Kulavig aðhyllist og byggir fræðilega frásögn sína á, er oft kölluð hin pragmatíska . Samkvæmt

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.