Þjóðmál - 01.12.2011, Page 6

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 6
 Þjóðmál VETUR 2011 5 Samfélagið virðist mótað af sleggjudóm- um bloggara og skoðanamótenda sem leggja línurnar um hvað sé leyfilegt og gagnlegt og mikilvægt, rétt og satt . Ótrúlega margir láta það hafa áhrif á afstöðu sína, og gefa sér að það að það að hrópa og blogga sé að hugsa . Lúsiðnir bloggarar, sem telja sig hafa vit á öllu og ata allt og alla auri, virðast furðu oft teknir alvarlega sem gildur mælikvarði á almannaróm og almannavilja . Hrópin taka yfir, það er gömul saga og ný . Það er háskaleg þróun að ofstopi og upphrópanir komi í stað samtalsins, því þá sljóvgast sam-viskan . Það vantar sárlega samtal um hvernig samfélag við viljum móta og rækta, hvað átt er við með orðum eins og frelsi, mannréttindi, jafnrétti, réttlæti . Þessi þung vægu orð, sem eru sannarlega mikil- væg grunngildi samfélags okkar, eru ein att notuð sem vöndur eða munnkarfa til að kæfa samtalið . Þegar krafan er að fjar lægja hið andlega, trúarlega sem alltaf hefur verið svo nátengt ræktun þessara grunngilda, þá er ekki von á góðu . Sagan sem Biblían segir markar djúp spor í vestræna menningu og samfélög, en dofnar í vitund siðmenningarinnar, sú guðsmynd og mannskilningur sem Kristur kennir og sýnir, og siðferðismælikvarðinn sem hann setur, hefur verið ómetanleg auðlind menn ingar og samfélags Vesturlanda . Það er áhyggjuefni ef sú saga og mynd og við- mið fölna í minningum og reynsluheimi sam félags ins . Það þokar fyrir óljósum hug- mynd um úr ýmsum áttum án traustra við- miða lífsgöngu manns, án frásagna sem gera manni kleift að staðsetja sig í svipt ingum gleði og sorgar, án samfélags um minningu, sögu, reynslu, sam-visku sem veitir túlk- unar mynstur sem ber uppi í hverju því sem að höndum ber . Íhverri mannssál býr bæði myrkur og ljós, góðvild og illska, speki og fáviska . Besta

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.