Þjóðmál - 01.12.2011, Side 8

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 8
 Þjóðmál VETUR 2011 7 I . Þrír stjórnmálaflokkar hafa efnt til landsfunda undanfarnar vikur . Sjálf- stæðisflokkurinn er hinn eini þeirra sem hefur merkjanlega styrkt stöðu sína eftir fundina ef marka má þjóðarpúls Gallup . Um mánaðamótin nóvember/desember hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins aukist um tvö prósentustig frá síðustu könnun mánuði fyrr og mælst með 38% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi . Hafði flokkurinn ekki mælst með meiri stuðning síðan í febrúar 2008 í þann mund sem fréttir af vandræðum á fjármálamörkuðum tóku að setja svip á umræður um landsmálin . Um 22% kjósenda styðja Samfylkinguna sem er sama fylgi og flokkurinn hefur notið á þessu ári og tæp 15% styðja Framsóknarflokkinn sem dalar því aðeins milli mánaða . Vinstri grænir (VG) eru á niðurleið, fengu 14,5% í október en 13,5% í nóvember . Stuðningur við VG hefur ekki mælst minni síðan í júlí árið 2007 . Einungis 2% styðja Hreyfinguna, stuðningurinn nam 3% í október . Þeir sem segjast ætla að styðja aðra flokka eru um 10% . Sú tala hefur ekki breyst þrátt fyrir Guðmund Steingrímsson og að áform hans um nýjan flokk hafi verið mikið til umræðu . Tala þeirra sem ætla að skila auðu eða láta hjá líða að kjósa nemur 15% sem er svipað hlutfall og áður . Tölurnar sýna að það hefur síður en svo skaðað Sjálfstæðisflokkinn að gengið var til formannskjörs í flokknum á landsfundi hans . Þvert á móti má færa fyrir því rök að átökin innan flokksins og athyglin sem þau vöktu hafi styrkt flokkinn . Hanna Birna Kristjánsdóttir hélt vel á framboði sínu og lagði sig fram um að vekja ekki óvinafagnað Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokkur styrkist — ríkisstjórn á bláþræði

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.