Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 9

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 9
8 Þjóðmál VETUR 2011 með því . Spurning er hvort hún hafi verið of varkár þegar til þess er litið að aðeins 75 landsfundarfulltrúar þurftu að kjósa á annan veg til að hún bæri sigur úr býtum . Af hálfu Bjarna Benediktssonar og stuðn - ingsmanna hans var lögð áhersla á að hann hefði ekki fengið tækifæri til að sýna raunverulega forystuhæfileika sína í þágu þjóðarinnar þar sem hann hefði orðið að ein beita kröftum sínum að því að endur reisa sjálfan flokkinn eftir bankahrunið . Raun ar má segja að hver og einn geti verið stoltur af því að hafa náð þeim árangri með flokk sinn sem Bjarni hefur náð til þessa þótt færa megi fyrir því rök að fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera enn meira miðað við hina hörmu- legu ríkisstjórn sem situr við völd í landinu . Meirihluti landsfundarfulltrúa hafði trú á því að Bjarna tækist að ná enn lengra og veitti honum traust og umboð til að sýna það . Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings fleiri kjósenda en stjórnarflokkarnir sam- tals, það er 38% á móti 35,5% stuðningi við Samfylkinguna og VG samtals . Vandinn fyrir sjálfstæðismenn á þingi er að þeir hafa ekki skapað sér nægilega skýra vígstöðu gagnvart þeim árásum og svívirðingum sem á þeim dynja með vísan til bankahrunsins og aðdraganda þess . Lófatakið sem Davíð Oddsson og Geir H . Haarde fengu á landsfundinum eftir ræður sínar sannaði enn að fundarmenn láta stöðugar árásir á Davíð og landsdómsmálið á hendur Geir ekki varpa skugga á hollustu sína við flokkinn og þjóðkunna málsvara hans . Þrjú ár eru liðin frá bankahruni . Mörg öflug vopn hafa verið lögð í hendur kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem auðvelt er að beita til að slá á róg og illmælgi um flokkinn . Þessum vopnum verður þó ekki beitt af nauðsynlegum þunga af hverjum sem er . Sumir geta alls ekki gripið til þeirra af því að þeir eru ekki trúverðugir í augum kjósenda . Aðrir vilja ekki taka slaginn af því að þeir bera sjálfir Akkilesar-hæl . Sjálfstæðisstefnan stendur þetta allt af sér . Forystumenn flokksins lágu ekki heldur flatir fyrir auðmönnunum sem áttu mestan þátt í að bankarnir reistu sér hurðarás um öxl . Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að sýna neina minnimáttar- eða sektarkennd vegna bankahrunsins . Þegar hrunið varð gripu forystumenn hans til réttra ráða . Flokk- urinn verður hins vegar að huga að því við ákvörðun við val á frambjóðendum í hans nafni að þar séu ekki einstaklingar á ferð sem liggja vel við höggi og veikja trú manna til flokksins . II . Nái stjórnarandstaða á Íslandi sér ekki á strik við núverandi stjórnarhætti ríkisstjórnarinnar á hún ekkert erindi . Enn og aftur snúast umræður vegna ríkisstjórn- innar um hverjir sitja í ráðherrastólum . Tignarsæti skipta meira máli en allt annað hjá vinstri velferðarstjórninni . Í september 2010 var síðast skipt um ráð- herra . Tveir utanþings-ráðherrar, Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon, hurfu úr ríkisstjórninni . Jafnframt var skipt um tvo ráðherra: Álfheiði Ingadóttur og Kristjáni L . Möller var ýtt til hliðar . Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson komu í stað þessara fjögurra . Nú er enn á döfinni að fækka í ríkis- stjórninni . Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði Jóni Bjarnasyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, stríð á hendur í fréttatíma RÚV sunnudaginn 27 . nóvember, tveimur dögum eftir að hún hafði gagnrýnt Ögmund Jónasson innanríkisráðherra fyrir að neita Huang Nubo, kínverskum fjárfesti, um heimild til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.