Þjóðmál - 01.12.2011, Side 10

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 10
 Þjóðmál VETUR 2011 9 að kaupa Grímsstaði á Fjöllum . Hvorugur ráðherra VG nýtur stuðnings Steingríms J . Sigfússonar, formanns VG . Jóhanna sakaði Jón Bjarnason fyrst um að hafa misboðið sér með tillögum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu . Þegar í ljós kom að þetta voru tillögur vinnuhóps en ekki Jóns sjálfs gagnrýndi hún ráðherrann fyrir að hafa dregið úr hömlu að vinna að þessu meginmáli ríkis- stjórnarinnar . Í orðum forsætisráðherra lá að Jón hefði þvælst fyrir í stað þess að vinna verk sem honum bar að sinna . Jóhanna lét þó ekki til skarar skríða gegn Jóni heldur vísaði máli hans í dóm í þingflokki vinstri-grænna . Þar fundu menn Jóni helst til foráttu að hann hafði fengið Atla Gíslason alþingismann til að vinna að gerð tillagna í málinu . Atli hefur unnið sér það til óhelgis að segja sig úr þingflokki vinstri-grænna (VG) . Uppnámið vegna Jóns Bjarnasonar varð í sama mund og fjárlagafrumvarp ársins 2012 kom til atkvæðagreiðslu eftir 2 . umræðu . Ríkisstjórnin mátti ekki við því að missa neinn þingmann úr liði sínu ætti hún að eiga meirihluta fyrir frumvarpinu . Við svo búið tilkynntu Jóhanna og Steingrímur J . að þau mundu ekki taka ákvörðun um breyt ingar á ríkisstjórninni fyrr en undir áramót . Innan úr Samfylkingu tóku að berast raddir um að Jón Bjarnason væri ekki hinn eini á pólitískum aftökulista Jóhönnu og Steingríms J ., nafn Árna Páls Árnasonar, efna hags- og viðskiptaráðherra, stæði einnig á list anum . Hann talaði gjarnan þannig að Jóhönnu og Steingrími J . mislíkaði . Við það yrði að sjálfsögðu ekki unað . Fylgdi jafn framt sögunni að Steingrímur J . tæki við málaflokkum Árna Páls . Verði niðurstaðan sú að eitt atvinnu- vegaráðuneyti komi til sögunnar við brotthvarf Jóns Bjarnasonar og fjár mála- ráðherra taki við efnahags- og við skipta- málum, Samfylkingin fái atvinnumálin en VG haldi fjármálum, viðskiptum og efnahagsmálum í sinni hendi verður stigið skref í óheillaátt bæði með vísan til málaflokka og stjórnmála . Steingrímur J . hefur haldið þannig á fjármálum ríkisins þegar að því kemur R aunar má segja að hver og einn geti verið stoltur af því að hafa náð þeim árangri með flokk sinn sem Bjarni hefur náð til þessa . . . Meirihluti landsfundarfulltrúa hafði trú á því að Bjarna tækist að ná enn lengra og veitti honum traust og umboð til að sýna það .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.