Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 15
14 Þjóðmál VETUR 2011
fínt og elegant“ .5 Jóni og Ingibjörgu var
líka stundum boðið í jólaboð . Þau hafa
þó varla verið eins íburðarmikil og veislan
sem Þorlákur sat í London . Hátíðirnar hafa
sannar lega verið annasamur gleðitími .6
Jólaundirbúningurinn og veisluhöldin
hafa leikið í höndum Ingibjargar . Eiríkur
Magnússon segir í fyrrnefndu bréfi til Jóns:
Eg vona að þessi seðill komi heill á húfi til
yðar fyrir jól og finni yðr heilan heilsu og
alla yðar alveg viðbúna að njóta gleðilegra
jóla og seðjast með lyst góðri hnausþykkum
hrísgraut og eldrauðu hángikjöti . Eg vildi
konan yðar gæti stúngið upp í túlann á mér á
aðfángadagskvöldið laglegum bringukollsbita .
En hennar armr er stuttr (þó viljinn sé lángr)
en þýzka hafið er breitt . — Eg óska ykkur
öllum gleðilegra jóla og góðs nýars og þakka
ástsamlega fyrir hið liðna .7
Hátíðarlífið í Höfn var ekki það eina
sem komst að í huga hjónanna á þessum
árstíma . Bréfaskrif og lestur bréfa að heiman
voru einnig snar þáttur í hátíðahaldinu .8
Hjónin fengu nýárs- og jólaóskir frá vinum,
ættingjum og kunningjum og hugur þeirra
hefur líklega oft verið að hálfu heima á Íslandi
yfir hátíðirnar .9 Bréf frá Ólafi, Margréti,
Gísla Hjálmarssyni og fleiri ættingjum og
vinum hafa líklega verið tekin upp í mikilli
eftirvæntingu og lesin aftur og aftur upphátt
fyrir alla heimilismeðlimi ef því var að skipta .
Góðar fréttir af ástvinum á Íslandi voru
ómetanlegar á jólum . Það var á sama hátt
mikilvægt fyrir hjónin að skrifa bréf heim til
að óska gleðilegra jóla . Eitt af fyrstu verkum
nýja ársins var síðan að skrifa nýárskveðjur .10
Harðfiskurinn var ekki á boðstólum yfir
hátíðirnar, heldur virðist hafa verið danskt
yfirbragð á jólahaldinu þó þar hafi einnig
verið íslenskt hangikjöt — og bringukollur .
Í áramótaveislunum var dönsk jólagæs og
yfir borðum var drukkið sérrý, rauðvín
og púrtvín .11 Það gefur hugmynd um
matseldina og undirbúning Ingibjargar að
lesa nokkurs konar innkaupaseðil hennar en
efst á honum stendur „til Jolanna“ . Þetta árið
(á blaðið hefur ekki verið skráð dagsetning)
keypti húsmóðirin við Austurvegg gæs, vín,
kerti, köku, epli, hrísgrjón, mjólk og rjóma .
Þá stendur skráð að fyrir hafi hún keypt
fleira inn til jólahaldsins fyrir 7 ríkisdali .12
Á einum miðasneplinum frá Ingibjörgu
kemur fram að 29 . desember keypti hún
gæs, héra, köku, rjóma, hveiti, hrísgrjón
og vín . Þetta er hráefni í góða veislu með
dönskum jólagraut .13
Jóla- og áramótaveislur Ingibjargar og Jóns
voru margrómaðar .14 Tryggvi Gunnarsson
lýsti í dagbók sinni einni slíkri veislu á
gamlárs kvöld árið 1863 . Þar var fjórréttað og
eftir matinn var spilað fram eftir . Hjónin hafa
viljað sýna mikla gestrisni og fengu hestakerrur
að Austurvegg, greiddu uppsett gjald og síðan
stigu gestirnir í vagninn að sögn Tryggva og
héldu heim á leið .15 Þorvaldur Thoroddsen
lýsti jólaboðunum hjá Jóni og Ingibjörgu
svo: „Um jólin hjelt Jón Sigurðs son vanalega
ýmsum kunningjum sínum jólaboð, og
var eg í þeim tvisvar sinnum . Var þá haft
með mat ungarskt vín frá Bauer vínsala í
Tordenskjoldsgade, sem landar skiftu töluvert
við, þeir sem betur voru fjáðir .“16 Ingibjörg
Jensdóttir, sem dvaldi hjá frændfólki sínu
einn vetur, sagði að „á gamlárskvöld 1877“
hafi Jón gefið „öllum gestunum almanak
fyrir árið 1878, öll í bandi, sitt með hverjum
lit . Hann hélt almanökunum í höndum sér
eins og spilum og lét hvern gest draga sitt
almanak .“17 Það hefur því greinilega verið
mikill bragur yfir veislunum .
Rétt fyrir jól sendu hjónin út boðskort
í hátíðarveislurnar . Vinir þeirra hjóna og
kunningjar fengu formlegt boð eins og sjá
má í skjalasöfnum . Sumir þurftu að afþakka
gott boð en aðrir þiggja það með þökkum .18
Á Þorláksmessu árið 1875 sendir Sigurð ur L .
Jónasson, góðvinur þeirra, þeim orðsendingu