Þjóðmál - 01.12.2011, Page 19

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 19
18 Þjóðmál VETUR 2011 sérstaklega Vinstri græn, sjái ekki kostina sem kísilframleiðsla á Íslandi hefur út frá um- hverfissjónarmiði . Kolefnisgjaldið, sem nú hefur verið fallið frá, stefndi ekki aðeins áformum um ný fyrirtæki í hættu heldur var ljóst að Elkem Ísland á Grundartanga, hefði lokað . Á vef Verka lýðsfélags Akraness var því haldið fram að um dauðans alvöru sé að ræða því í húfi sé lífsafkoma 300 starfsmanna og um eitt þúsund afleidd störf sem tengjast járnblendiverksmiðjunni . Þá segir einnig: Það er ekki að ástæðulausu að forstjóri fyrir- tækisins [Elkem Ísland] skuli taka svona sterkt til orða þegar hann talar um að rekstur fyrir- tækisins sé í algjöru uppnámi vegna þessarar skattpíningar ríkisstjórnarinnar . Erlendir fjár- festar hafa ekki nokkurn áhuga á að koma nálægt Íslandi hvað varðar fjárfestingar hér á landi þegar menn haga sér með þessum hætti . Það er verið að skapa hér rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki sem gerir það að verkum að umtalsverðar líkur eru á því að fyrirtækin lognist út af eins og þetta dæmi sannar . Í fyrstu brást Steingrímur J . Sigfússon fjár- málaráðherra hart við þessari gagnrýni, jafnvel þó iðnaðarráðherra væri lagður á flótta ásamt nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar . Í viðtali við Ríkisútvarpið 22 . nóvember sagði fjármálaráðherra: Það stendur ekki til að Ísland verði einhver skattaparadís fyrir mengandi starfsemi sem er orðin skattlögð alls staðar erlendis . Það er ekki það sem við viljum, er það? Steingrímur hélt því fram að aldrei hafi verið samið um að almennar skattabreytingar komi ekki við þessi fyrirtæki eins og önnur: Og fyndist mönnum það sanngjarnt ef að inn- lendu atvinnugreinarnar sem fyrir eru, öll umferðin, sjávarútvegurinn, aðrir slíkir sem nota mikið af jarðefnaeldsneyti, að þeir borgi kolefnis- gjald en þessi iðnaður sé algjörlega laus við það?“ Sjö dögum eftir viðtalið í Ríkisútvarpinu átti Stein grímur J . Sigfússon fund með Sam tök um atvinnulífsins og fulltrúum helstu fyrir tækja sem ætlað er að greiða kolefnisgjald samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi . Þar lýsti ráðherrann því yfir að öll áform um kolefnisskatt á rafskaut hefðu verið lögð til hliðar . Það sem sagt var fyrir viku var gert merkingarlaust . Þannig fara stjórnvöld fram í algjöru stefnu- leysi og hrekjast síðan undan . Skiptir engu hvort um er að ræða skipulag sjávar útvegs eða skattlagningu á stóriðju . Og innlendir og erlendir fjárfestar, sem og lands menn allir, hrista hausinn, og velta því fyrir sér hvort eitt hvað sé að marka það sem sagt er í þessari viku . Við erum að verða undir Afleiðingin af hringlandahætti og stjórn-leysi ríkisstjórnarinnar, undir verkstjórn Jó hönnu Sigurðardóttur, er sú að Ísland er að verða undir í samkeppni þjóðanna . Póli tísk áhætta er orðin einn helsti drag bítur efna hags- legr ar upp byggingar . Erlendir og inn lendir fjárfestar óttast fátt meira en pólitíska áhættu . Þegar ríkisstjórn stendur ekki við gerða samn- inga og vinnur að stöðugum breytingum á skatt kerfinu, á það ekki að koma neinum á óvart að fjárfestar haldi að sér höndum og/eða leiti tækifæra í öðrum löndum . Samkvæmt úttekt áhættu mats fyrirtækisins AON er Ísland talið í flokki landa eins og Egypta lands, Sádí Arabíu, Sambíu og Rússlands, þegar kemur að pólitískri áhættu . Í úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss frá 2010 er Ísland í 30 . sæti yfir samkeppnishæfni þjóða en árið 2007 var Ísland í í sjöunda sæti . Í skýrslu World Economic Forum (WEF), hefur Ísland fallið um átta sæti árið 2010 frá árinu 2007 þegar Ísland var í 23 . sæti . 105 milljarðar í súginn Nýjasta þjóðhagsspá Seðlabankans bend -ir til að landsframleiðslan hér á landi

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.