Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 21

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 21
20 Þjóðmál VETUR 2011 verði 105 milljörðum króna lægri en hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði ráð fyrir í nóvember 2008 . Þetta kemur fram í út reikn- ingum Samtaka atvinnulífsins . Vil hjálm ur Eg ils son, framkvæmdastjóri SA, hefur því rétti lega bent á að landsmenn séu að borga reikn inginn fyrir ríkisstjórn sem ekki nýtir þau tækifæri sem eru til staðar . En það er magnað að fylgjast með þing- mönnum Samfylkingarinnar . Þeir ræða um hófsemd í skattheimtu, líkt og Magnús Orri Schram, en samþykkja síðan kolsefnisskatt sem kemur í veg fyrir uppbyggingu og tryggir að starfandi fyrirtæki hætti starfsemi . Þeir leggja síðan á flótta með iðnaðarráðherra og forsætisráðherra í broddi fylkingar . Þetta er líka að mörgu leyti „gallað“ enda „við farið aðeins fram úr okkur“ . Það er hins vegar grátbroslegt hvern- ig samfylkingarmenn reyna að koma sér undan pólitískri ábyrgð . Þingmenn Samfylk- ingar innar hafa hátt, tala digurbarkalega og gagnrýna Ögmund Jónasson innan ríkis- ráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með óvægnum hætti . Þeir hrópa og láta öllum illum látum vegna „afturhalds“ og „brjálaðrar ákvörðunar“ og hugleiða síðan upphátt eigin „meðvirkni“ . En allt tal, hróp og upphlaup skipta engu . Þeir hafa ekki pólitískt þrek til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna og „meðvirknin“ heldur því áfram . Viðbrögð þingmanna og ráðherra Sam- fylk ingarinnar við ákvörðun Ögmundar Jónassonar að synja beiðni Huang Nubo um undanþágu til að kaupa Grímsstaði á Fjöll um, eru ágæt dægrastytting fjölmiðla í skamm deginu . Fóður í góðar fyrirsagnir og líflegt 30 sekúnda myndskeið í kvöld frétt- um . Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Smuguna (vefrit VG) að ákvörð un Ögmundar væri í andstöðu við ráð- herra Samfylkingarinnar: „Það er ósætti um málið, það er óhætt að segja það .“ Aðspurð segist Jóhanna vona að ekki sé titringur í ríkisstjórnarsamstarfinu: Það er of mikið í húfi . Þessi ríkisstjórn var auðvitað ekki mynduð um landakaup fyrir Kínverja . Það bíða mörg mikilvæg verkefni . En þetta styrkir ekki ríkisstjórnarsamstarfið . Það er alveg ljóst . Kristján Möller, þingmaður Samfylk ingar- innar í Norðausturkjördæmi, var af dráttarlaus í viðtali við Bylgjuna: „Ég hef aldrei kynnst viðlíka afturhaldi á öllum mínum stjórnmálaferli .“ Kristján er ósáttur en virðist ekki hafa vilja til að ganga hreint til verks og hætta samstarfi við mesta „afturhald“ sem hann hefur kynnst . Um stjórnarsamstarfið sagði hann: „Nú fer einn krossinn í kladdann í viðbót og ég veit ekki hvað er mikið pláss eftir á blaðsíðunni . Við byggjum ekki upp efnahagslífið með skatta- hækkunum Vinstri grænna og niðurskurði . Það gengur ekki upp . „Þetta er brjáluð ákvörðun,“ sagði Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, félagi Kristjáns Möllers í Norðausturkjördæmi, í samtali við Vísi . Sigmundur Ernir hefur haft ríkisstjórnina á sér stöku skilorði síðustu misseri fyrir dugleysi í at vinnumálum en skilorðið virðist tímalaust . Um ákvörðun Ögmundar sagði Sigmundur Ernir: Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjár festa . Það er verið að girða fyrir landið og loka því . Í viðtali við dV .is sagði Sigmundur Ernir um stjórnarsamstarfið: „Það er orðið æ erfiðara að styðja þessa ríkis- stjórn og ég er að hugsa minn gang .“ Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, var einnig óhress og skrifaði meðal annars á heimasíðu sína: Ákvörðun innanríkisráðherra í morgun vek ur óhjákvæmilega spurningar um ríkis stjórn ar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.