Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 21
20 Þjóðmál VETUR 2011
verði 105 milljörðum króna lægri en hagspá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði ráð fyrir í
nóvember 2008 . Þetta kemur fram í út reikn-
ingum Samtaka atvinnulífsins . Vil hjálm ur
Eg ils son, framkvæmdastjóri SA, hefur því
rétti lega bent á að landsmenn séu að borga
reikn inginn fyrir ríkisstjórn sem ekki nýtir
þau tækifæri sem eru til staðar .
En það er magnað að fylgjast með þing-
mönnum Samfylkingarinnar . Þeir ræða um
hófsemd í skattheimtu, líkt og Magnús Orri
Schram, en samþykkja síðan kolsefnisskatt
sem kemur í veg fyrir uppbyggingu og tryggir
að starfandi fyrirtæki hætti starfsemi . Þeir
leggja síðan á flótta með iðnaðarráðherra og
forsætisráðherra í broddi fylkingar . Þetta er
líka að mörgu leyti „gallað“ enda „við farið
aðeins fram úr okkur“ .
Það er hins vegar grátbroslegt hvern-
ig samfylkingarmenn reyna að koma sér
undan pólitískri ábyrgð . Þingmenn Samfylk-
ingar innar hafa hátt, tala digurbarkalega og
gagnrýna Ögmund Jónasson innan ríkis-
ráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, með óvægnum hætti .
Þeir hrópa og láta öllum illum látum vegna
„afturhalds“ og „brjálaðrar ákvörðunar“ og
hugleiða síðan upphátt eigin „meðvirkni“ .
En allt tal, hróp og upphlaup skipta engu .
Þeir hafa ekki pólitískt þrek til að slíta
ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna og
„meðvirknin“ heldur því áfram .
Viðbrögð þingmanna og ráðherra Sam-
fylk ingarinnar við ákvörðun Ögmundar
Jónassonar að synja beiðni Huang Nubo
um undanþágu til að kaupa Grímsstaði á
Fjöll um, eru ágæt dægrastytting fjölmiðla í
skamm deginu . Fóður í góðar fyrirsagnir og
líflegt 30 sekúnda myndskeið í kvöld frétt-
um .
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
sagði í viðtali við Smuguna (vefrit VG) að
ákvörð un Ögmundar væri í andstöðu við ráð-
herra Samfylkingarinnar: „Það er ósætti um
málið, það er óhætt að segja það .“
Aðspurð segist Jóhanna vona að ekki sé
titringur í ríkisstjórnarsamstarfinu:
Það er of mikið í húfi . Þessi ríkisstjórn var
auðvitað ekki mynduð um landakaup fyrir
Kínverja . Það bíða mörg mikilvæg verkefni .
En þetta styrkir ekki ríkisstjórnarsamstarfið .
Það er alveg ljóst .
Kristján Möller, þingmaður Samfylk ingar-
innar í Norðausturkjördæmi, var af dráttarlaus
í viðtali við Bylgjuna:
„Ég hef aldrei kynnst viðlíka afturhaldi á
öllum mínum stjórnmálaferli .“
Kristján er ósáttur en virðist ekki hafa vilja
til að ganga hreint til verks og hætta samstarfi
við mesta „afturhald“ sem hann hefur kynnst .
Um stjórnarsamstarfið sagði hann:
„Nú fer einn krossinn í kladdann í viðbót og ég
veit ekki hvað er mikið pláss eftir á blaðsíðunni .
Við byggjum ekki upp efnahagslífið með skatta-
hækkunum Vinstri grænna og niðurskurði .
Það gengur ekki upp .
„Þetta er brjáluð ákvörðun,“ sagði Sigmund-
ur Ernir Rúnarsson, félagi Kristjáns Möllers
í Norðausturkjördæmi, í samtali við Vísi .
Sigmundur Ernir hefur haft ríkisstjórnina á
sér stöku skilorði síðustu misseri fyrir dugleysi
í at vinnumálum en skilorðið virðist tímalaust .
Um ákvörðun Ögmundar sagði Sigmundur
Ernir:
Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjár festa .
Það er verið að girða fyrir landið og loka því .
Í viðtali við dV .is sagði Sigmundur Ernir um
stjórnarsamstarfið:
„Það er orðið æ erfiðara að styðja þessa ríkis-
stjórn og ég er að hugsa minn gang .“
Árni Páll Árnason, efnahags- og við-
skiptaráðherra, var einnig óhress og skrifaði
meðal annars á heimasíðu sína:
Ákvörðun innanríkisráðherra í morgun vek ur
óhjákvæmilega spurningar um ríkis stjórn ar-