Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 22

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 22
 Þjóðmál VETUR 2011 21 samstarf Samfylkingar og Vinstri Grænna . VG virðist finnast það sjálfsagt mál að skrifa upp á stjórnarsáttmála og stefnumörkun um mikilvægi erlendrar fjárfestingar, en mæta svo öllum erlendum fjárfestingaráformum með tortryggni og með því að gera einstökum fjárfestum ávallt upp annarleg sjónarmið . . . Skilaboðin til erlendra fjárfesta eru skýr: Öllu verður snúið á haus til að verjast erlendri fjárfestingu . Þannig blása samfylkingarmenn út og líður betur á eftir, en landsmenn fá reikninginn fyrir „með virkninni“, sem Sigmundur Ernir segist vera hugsi yfir . Svo gengur allt yfir og ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífsins og sókn til bættra lífskjara . Upphlaupið vegna Grímsstaða er einn þáttur í því leikriti sem á sér stað á stjórnar- heimilinu . Aðförin að Jóni Bjarna syni er annar kafli sem hófst með yfirlýsingu Jóhönnu í Kastljósi . „Hávaðinn og fyrir- gangurinn minnir mest á kóngaleikrit eftir Shakespeares“, segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður í pistli í Morgunblaðinu: „Ákveðnir ráðherrar vilja losna við aðra ráð herra og brugga alls kyns launráð sín á milli meðan ráðherrarnir sem telja sig ofsótta stíga fram á svið og fara með þuluna: „Ég er ráðherra, eins og þið sjáið . Ég var ráðherra í gær og nú er kominn nýr dagur sem hlýtur að þýða að ég sé ennþá ráðherra . Þegar allt þetta kemur saman er vitaskuld ljóst að staða mín hefur aldrei verið sterkari .“ Kolbrún segir að allir helstu leikendur séu „æstir og móðir, en áhorfendurnir, sem er almenningur, láta sér fátt um finnast“: Hinn venjulegi Íslendingur er búinn að sjá þetta leikrit of oft og getur ekki lengur lifað sig inn í atburðarásina . Lögmál tekin úr sambandi Kannski er það ekki furða þótt Már Guðmundsson seðlabankastjóri skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að almenn lögmál efnahagsmála gildi ekki á Íslandi . Undir lok nóvember lýsti seðlabankastjóri því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að lægri stýrivextir hefðu ekki áhrif á fjárfestingarstig hér á landi . Í öðrum löndum er neikvætt samhengi á milli vaxta og fjárfestingar . Því lægri vextir því meiri fjárfesting, því hærri vextir því minni fjárfesting . En það er allt öfugsnúið hér á landi . Vextir hafa engin áhrif að mati seðlabankamanna og stefnan í peningamálum skiptir engu fyrir atvinnulífið . Laskaðir efnahagsreikningar fyrirtækja, óvissa um umhverfi og eftirspurn og erfiðari fjármögnun vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum, eru þeir þættir sem hafa áhrif . Seðlabankastjóri virðist því vera á því að búið sé að kippa einu helsta lögmáli efnahagslífsins úr sambandi hér á landi . Á meðan pólitísk óvissa verður stöðugt meiri munu fjárfestingar ekki standa undir sókn í atvinnumálum og bættum lífskjörum . Hótanir um álagningu kolefnisskatts á rafskaut eykur ekki líkur á að kísilverksmiðjur verði reistar eða fjárfest verði í annarri stóriðju . Óvissa um stjórnkerfi fiskveiða hefur fryst alla fjárfestingu í útgerð og vinnslu . Stöðug átök milli einstakra ráð- herra og stjórnarþingmanna auka ekki til trú fjárfesta . Gjaldeyrishöft, stöðugar breytingar á skatt kerfinu og hækkun skatta, hnútukast við ríkisstjórnarborðið og almenn andúð á atvinnulífinu hvetur ekki til þess að áhættufé sé lagt fram til uppbyggingar — skiptir engu hvort um er að ræða innlenda eða erlenda fjárfesta . En hávaxtastefna bankans hjálpar ekki til, rekstur fyrirtækja er þyngri en ella og staða heimila verri . Hitt er svo rétt hjá Má Guðmundssyni að stefna Seðlabankans í peningamálum megnar ekki að vinna gegn stefnu og óstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J . Sigfússonar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.