Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 24

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 24
 Þjóðmál VETUR 2011 23 alvar legum áföllum og settu upp þrjár ólíkar sviðsmyndir miðað við stöð una árið 2004: Lítið áfall • („Low impact“) . Hér er gert ráð fyrir að tryggingasjóður þurfi að greiða út 0,035% tryggðra innstæðna í viðkomandi aðildarlandi í kjölfar bankagjaldþrots í landinu . Miðlungs áfall • („Medium impact“) . Hér þarf að greiða út 0,81% tryggðra innstæðna í landinu . Stórt áfall • („High impact“) nær til 3,24% innstæðna . Til samanburðar má hafa í huga að hér á landi lentu um 85% innstæðna í uppnámi . Niðurstöður þessa „þolprófs“ sýna að eignir innlánstryggingasjóða árið 2004 dugðu einungis fyrir 0,7% af tryggðum innlánum að meðaltali . Tryggingasjóðir ESB-ríkjanna gátu staðist „lítið áfall“ og einhverjir þeirra gátu staðist „miðlungs áfall“ . En enginn innstæðutryggingasjóða ESB-ríkjanna gat hins vegar staðist „stórt áfall“ (3,24% innstæðna) . Og enginn inn s tæðutryggingasjóður gat staðist fall banka, ef gert var ráð fyrir því að hann hefði útibú í öðru ESB-ríki . Í slíku tilfelli hefðu við komandi sjóðir þurft að afla allt að 44 sinnum þess fjármagns sem til var í þeim, ættu þeir að geta greitt út tryggðar innstæður . Innstæðutryggingakerfin standa því tæplega undir nafni . Ef geta til þess að greiða út innstæður í föllnum bönk um er réttur mælikvarði á það hvort innstæðu- tryggingasjóðir séu „rétt upp settir“ eða ekki, þá hljóta allir innstæðutryggingas jóðir Evrópu að vera rangt upp settir . Of fáir aðilar að hverjum sjóði Annar galli lýtur að fjölda fjár-málastofnana í hverjum sjóði . Víða í Evrópu eru mjög fáir bankar í hverjum trygg ingasjóði . Þeir gætu því tæplega staðið við skuldbindingar sínar, jafnvel þótt aðeins einn banki félli . Iðgjöld frá starfandi bönkum myndu ekki duga til útgjalda vegna falls eins banka sökum þess hve fáir bankar eru aðilar að viðkomandi sjóði . Þetta á ekki aðeins við um Ísland . Samkvæmt skýrslu EFDI frá 2006 voru t .d . aðeins 6 fjármálastofnanir í eistneska tryggingasjóðnum . Á Möltu voru 7 aðilar að sjóðnum . Í ýmsum öðrum löndum var þetta litlu betra: Í Slóvakíu voru 18 bankar, í Slóveníu 22, á Grikklandi 41, í Tékklandi 27, á Kýpur 33, í Búlgaríu 32, á Írlandi 49 og 50 í Portúgal . Í Hollandi voru aðeins 120 fjármálastofnanir aðilar að kerfinu . Tryggingakerfi með of fáum iðgjalds- greiðendum (hvort sem tryggðir eru bílar, húseignir eða bankar) virkar aðeins að því gefnu að enginn verði fyrir tjóni . Stærðarmunur bankanna Önnur hætta felst í of miklum stærðarmun milli banka . Bankar eru víða um lönd mjög misstórir og einstakir bank ar svo stórir að það myndi ríða viðkomandi innstæðutryggingasjóði að fullu ef einn þeirra yrði gjaldþrota . Slíkir bankar hafa gegnum tíðina gjarnan notið ríkis aðstoðar og fyrirgreiðslu langt út fyrir öll vel sæmismörk vegna þess að öllum hefur verið ljóst að fall þeirra yrði of þungt fyrir efna hagskerfi viðkomandi lands . Þeir eru „of stórir til þess að falla“ . Dæmi um þetta er að finna í Hollandi og Bretlandi, Írlandi og víðar . Innstæðutryggingakerfi geta aðeins náð tilætluðum árangri, ef bankar eru hæfilega stórir og hæfilega margir í hverju kerfi . Þeim skilyrðum er erfitt að fullnægja í litlu ríki eins og Íslandi og víðar, þótt kerfið henti e .t .v . betur í Þýskalandi eða Frakklandi þar sem bankar skipta hundruðum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.