Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 26

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 26
 Þjóðmál VETUR 2011 25 Ríkisábyrgðir virka ekki milli landa Sérstök vandamál fylgja því að tryggja innstæður í erlendum útibúum . Það er ekki séríslenskt vandamál . Nýleg rannsókn Laeven og Valencia (2008) á fjölda tilfella, þar sem ríkisstjórnir veittu ríkisábyrgð á innstæðum sem neyðarúrræði í fjármálakreppu, sýnir að ríkisábyrgðir verka ekki sem skyldi milli landa . Inn- stæðueigendur hafa tilhneigingu til þess að taka peninga sína út úr bönkum sem erlend ríki hafa veitt ríkisábyrgð . Innstæðueigendur treysta almennt ekki ríkistryggingum erlendra ríkja . Dæmin sýndu, að á meðan al menn ingur í heimalandinu brást jafnan vel við ríkisábyrgðinni, þá jókst jafnvel flótti inn stæðueigenda í erlendu útibúunum fyrst eftir að ríkisábyrgðin var veitt . Hún þótti merki um ótraust ástand . Reynslan sýnir sem sagt, að íslensk ríkistrygging á bresku og hollensku innstæðunum hefði ekki virkað . Ríkisábyrgðir á innstæðum eru almennt veittar til þess að koma í veg fyrir áhlaup á banka, en ekki til þess að fjármagna úttektirnar . Írland er gott dæmi um þetta . Stórfelldar ríkistryggingar írsku stjórnar- innar á kerfislega mikilvægum bönkum í landinu voru veittar til þess að koma í veg fyrir að innstæður þeirra yrðu teknar út, en ekki til þess að greiða reikningseigendum út innstæðurnar í reiðufé . Slík útgjöld hefðu orðið írska ríkinu ofviða . Innstæður ING Direct í Hollandi í erlend- um útibúum nema samtals 60 milljörðum evra . Samtals eru hollenskir bankar með 80 milljarða evra í erlendum útibúum (Arnold, 2011) . Í ljósi reynslunnar myndi hollensk ríkisábyrgð á þeim innstæðum ekki duga til þess að koma í veg fyrir áhlaup á erlendu útibúin . Ef gert yrði áhlaup á ING Direct þrátt fyrir ríkisábyrgð, þyrfti hollenska ríkið að snara út sem svarar tæplega 600 .000 krónum á hvert mannsbarn í Hollandi til þess að standa skil á greiðslunum . Þess má geta að hollenski innstæðutryggingasjóður- inn er því sem næst tómur . Hann er svo- kall að ur ex­post sjóður . Þá er ekkert fé lagt til hliðar en starfandi bankar rukkaðir eftir á um andvirði innstæðna þess banka sem fellur hverju sinni . Tryggingar á innstæðum í erlendum útibúum eru sérstakt vandamál, en ekki séríslenskt vandamál . Nýtt frumvarp um innstæðutryggingasjóð Alþingi þarf í vetur að taka afstöðu til forskriftar ESB að lögum um inn- stæðutryggingasjóði, þar sem m .a . er gert ráð fyrir að hækka skuli tryggðar innstæður úr 20 .000 evrum í 100 .000 evrur, stytta út greiðslutíma o .fl . Við fall íslensku bank anna 2008 varð þó öllum ljóst að innstæðutryggingasjóðurinn gat ekki staðið undir 20 .000 evru tryggingunni . Því er vandséð hvernig hann eigi nú að standa skil á 100 .000 evrum . Sjóðurinn mun á mörgum árum safna fáeinum milljörðum og verða fullkomlega vanmáttugur þegar að falli banka kemur . Tekið var fram í frumvarpi um þetta efni sem lagt var fyrir í vor að ekki væri ríkisábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóðs . En í næstu setningu kom svo fram að án ríkisábyrgðar væri sjóðurinn lítilsmegnugur . Þar sagði: „Hins vegar má telja að þær kring- umstæður geti skapast að lántaka sjóðsins verði erfiðleikum bundin án bakábyrgðar ríkissjóðs eða annarrar aðkomu hans að lántökunni .“ Án aðkomu ríkissjóðs er með öðrum orðum vonlítið að standa undir skuldbindingum sjóðsins skv . þessu . Í kjölfar Icesave hefur almenningur fengið sig fullsaddan af „aðkomu ríkissjóðs“ að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.