Þjóðmál - 01.12.2011, Page 30

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 30
 Þjóðmál VETUR 2011 29 miklar bílaverksmiðjur og þar voru m .a . framleiddir Lada Samara-bílar, sem voru algengir hér á landi um skeið . Árið 1935 var nafni borgarinnar breytt og hún nefnd Kúbisjev, til heiðurs bylt ingar- hetjunni Valerian Kúbisjev . Borgin stendur á eystri bakka Volgu og þótti fyrir þá sök öruggari fyrir árásum úr vestri en borgir á vesturbakkanum . Það mun hafa ráðið mestu um að árið 1941, eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin, var hún útnefnd varahöfuðborg Sovétríkjanna og til Kúbisjev átti að flytja æðstu stjórn ríkisins og erlend sendiráð, ef svo færi að Moskva félli í hendur þýska innrásarliðsins . Til öryggis voru jarðneskar leifar Vladimírs Leníns fluttar frá Moskvu til Kúbisjev og sömuleiðis miðstöðvar olíuvinnslu í Sovétríkjunum, sem áður höfðu verið austur í Kákasus . Af þeim sökum gekk Kúbisjev um skeið undir nafninu Bakú 2 . Margvíslegar ráðstafanir voru gerðar til að taka á móti stjórnarherrunum og meðal annars reist bygging fyrir þá . Þar voru eftir stríðið höfuðstöðvar kommúnistaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar á þessu svæði . En Moskva féll ekki og aldrei kom til þess að flytja þyrfti æðstu stjórn Sovét- ríkj anna suður til Kúbisjev . Að vísu munu nokkrir ráðherrar og erlendir sendiherrar hafa dvalist þar um skeið, en fáir úr æðsta valdakjarnanum þótt sumir þeirra kæmu í stuttar heimsóknir . Allt var hins vegar tilbúið og mikil leynd hvíldi yfir húsinu sem átti að hýsa ráðamennina, fyrirkomulagi þess, gerð og vistarverum . Vitneskja um það mál var aðeins á vitorði örfárra háttsettra flokksfélaga, sem treysta mátti til þagmælsku, og séð var til þess að verkamenn sem unnu við bygginguna yrðu ekki til frásagnar . Fundaherbergið í byrginu í Samara . Stalín átti að sitja fyrir enda borðsins en stólarnir tveir til hægri voru fyrir fundarritara . Þeir áttu að snúa baki í aðra viðstadda svo þeir vissu ekki hver segði hvað!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.