Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 30

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 30
 Þjóðmál VETUR 2011 29 miklar bílaverksmiðjur og þar voru m .a . framleiddir Lada Samara-bílar, sem voru algengir hér á landi um skeið . Árið 1935 var nafni borgarinnar breytt og hún nefnd Kúbisjev, til heiðurs bylt ingar- hetjunni Valerian Kúbisjev . Borgin stendur á eystri bakka Volgu og þótti fyrir þá sök öruggari fyrir árásum úr vestri en borgir á vesturbakkanum . Það mun hafa ráðið mestu um að árið 1941, eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin, var hún útnefnd varahöfuðborg Sovétríkjanna og til Kúbisjev átti að flytja æðstu stjórn ríkisins og erlend sendiráð, ef svo færi að Moskva félli í hendur þýska innrásarliðsins . Til öryggis voru jarðneskar leifar Vladimírs Leníns fluttar frá Moskvu til Kúbisjev og sömuleiðis miðstöðvar olíuvinnslu í Sovétríkjunum, sem áður höfðu verið austur í Kákasus . Af þeim sökum gekk Kúbisjev um skeið undir nafninu Bakú 2 . Margvíslegar ráðstafanir voru gerðar til að taka á móti stjórnarherrunum og meðal annars reist bygging fyrir þá . Þar voru eftir stríðið höfuðstöðvar kommúnistaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar á þessu svæði . En Moskva féll ekki og aldrei kom til þess að flytja þyrfti æðstu stjórn Sovét- ríkj anna suður til Kúbisjev . Að vísu munu nokkrir ráðherrar og erlendir sendiherrar hafa dvalist þar um skeið, en fáir úr æðsta valdakjarnanum þótt sumir þeirra kæmu í stuttar heimsóknir . Allt var hins vegar tilbúið og mikil leynd hvíldi yfir húsinu sem átti að hýsa ráðamennina, fyrirkomulagi þess, gerð og vistarverum . Vitneskja um það mál var aðeins á vitorði örfárra háttsettra flokksfélaga, sem treysta mátti til þagmælsku, og séð var til þess að verkamenn sem unnu við bygginguna yrðu ekki til frásagnar . Fundaherbergið í byrginu í Samara . Stalín átti að sitja fyrir enda borðsins en stólarnir tveir til hægri voru fyrir fundarritara . Þeir áttu að snúa baki í aðra viðstadda svo þeir vissu ekki hver segði hvað!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.