Þjóðmál - 01.12.2011, Side 32

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 32
 Þjóðmál VETUR 2011 31 Björn Bjarnason Leit Evrópusambandsins að nýju lögmæti Athygli vakti á blaðamannafundi í Brussel miðvikudaginn 23 . nóvember 2011 hve talsmönnum framkvæmdas tjórn- ar ESB var mikið í mun að minna menn á sögu og reynslu Bandaríkjamanna þegar þeir kynntu tillögur sínar um evru-skulda- bréf og íhlutunarrétt framkvæmdastjórnar- innar í fjárlagagerð einstakra evru-ríkja . Við Íslendingar höfum reynslu af því að sendir séu tilsjónarmenn inn í einstakar rík- is stofnanir fari þær ekki að fjárlögum . Nú vill framkvæmdastjórn ESB koma að gerð fjárlaga í evru-ríkjum og einnig skipa til- sjónarmenn til að fylgja fram kröfum sínum . Forystumenn stóru ríkjanna innan evru- svæðisins tala um að auka beri samruna og yfirstjórn á svæðinu skref fyrir skref, hér er liður í þeirri stefnu kynnt . Skrefið er kjarni tillagna framkvæmda- stjórnarinnar til að bjarga evru-samstarfinu frá upplausn og koma í veg fyrir hrun evr unnar . Þrátt fyrir björgunarsjóði og neyðar lán hefur ekki tekist að leysa skulda- vandann . Ríkisstjórnir falla Þegar Barroso kynnti tillögur sínar höfðu sex ríkisstjórnir fallið á evru-svæðinu: á Írlandi, Spáni, Ítalíu, í Grikklandi, Slóvakíu og Portúgal . Þá urðu stjórnarskipti í Dan- mörku að loknum þingkosningum . Þær er þó ekki unnt að rekja beint til evru-vandans eins og kosningarnar á Írlandi, Spáni og í Portúgal . Á Ítalíu og í Grikklandi knúðu valda menn ESB og einstakra evru-ríkja fram afsögn rík isstjórna, í nafni evrunnar . Í Slóvak íu baðst forsætisráðherrann lausnar fyrir sig og ráðu neyti sitt til að knýja fram samþykki í þingi á ábyrgð á björgunaraðgerðum í þágu evrunnar . Til þessa hefur yfirþjóðlegt eða yfirríkja vald verið skilgreint sem framsal á valdi til yfirþjóðlegrar stofnunar . Innan evru- svæðisins er til óumsamið og óskil greint vald sem ræður lífi rétt kjörinna ríkisstjórna í einstökum löndum fari skuldavandi þeirra yfir ákveðin þolmörk eða „makki“ stjórnir ekki rétt að mati stjórnenda klúbbsins . Ríkjasamband — sambandsríki Við kynningu á evru-skuldabréfunum ræddi José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, um stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku og leyni- samning frá árinu 1790 sem hann sagði að hefði auðveldað mönnum að leggja grunn

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.