Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 36

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 36
 Þjóðmál VETUR 2011 35 á vanda ESB . Hann ritaði grein um málið í The Financial Times 3 . nóvember 2011 undir fyrirsögninni: Sjálft lögmæti ESB er í húfi. Í upphafi greinarinnar segir Piris að Lissabon-sáttmálinn hafi ekki skilað því sem að var stefnt og síðan: Þetta er sársaukafull játning . Ég vann lengi og lagði hart að mér við að semja sáttmála sem hentaði 27 aðildarríkjum . ESB er þung- lamalegt og ófært um að taka hraðar ákvarð- anir . Þar er erfitt að framkvæma reglur til að hafa stjórn á innri markaðnum, Schengen- samstarfinu eða eiga samvinnu um varnarmál . Fram kvæmda stjórnin er veik . Ákvarðanakerfi sem byggist á því að allt falli í sama mót hentar ekki sundurlyndu sambandi . Í stað þess að bregðast hratt og ákveðið við atburðum er líklegra að ESB taki jóðsótt og það fæðist lítil mús . Það hillir undir áhrifaleysi . Það er tímabært að viðurkenna að stækkun ESB úr 15 ríkjum í 27 gekk of hratt fyrir sig . Íbúar ESB skilja ekki lengur tilgang ESB, stjórnmálamarkmið þess og hver eru landfræðileg mörk þess . Þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð . Þrátt fyrir aukin völd sem það hefur fengið með sáttmálum frá því í Maastricht er ESB-þingið, sem ætlað er að veita ESB lýðræðislegt lögmæti, að mörgu leyti misheppnað . Ég verð að segja hlutina vafningalaust: sjálft lögmæti ESB er í húfi . Að vinna almennings- álitið á sitt band á sama tíma og barist er við lýðskrum er erfitt verkefni þegar taka verður erfiðar ákvarðanir vegna evru-kreppunnar . ESB hefur hins vegar ekki efni á því að fá á sig þann stimpil að það standi aðeins fyrir niðurskurði . Það verður að skapa sér víðtækara pólitískt hlutverk sem vekur vonir um betri framtíð . Er þetta unnt? Með hliðsjón af þeim grund- vallarágreiningi sem ríkir meðal aðildarríkjanna 27 virðist útilokað að ríkin 27 komi sér saman um endurskoðun á sáttmálum ESB sé litið til skamms og meðallangs tíma . Hitt er hins vegar hættulegt að halda áfram á sömu braut . Verði það gert er hætta á því að sambandið verði enn veikara og klofni jafnvel í næstu kreppu . Þegar þessi texti er lesinn er augljóst að höfundinum er þungt fyrir brjósti . Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að regluverkið sem hann mótaði í því skyni að auðvelda samstarf 27 ríkja stenst ekki áraunina . Það verður ekki haldið lengra á sömu braut . Framkvæmdastjórn ESB er veikburða og skiptir æ minna máli, ESB-þingið er að mörgu leyti misheppnað . Breyta verður undirstöðunum og huga að innviðunum eigi byggingin sjálf að standa áfram . ESB skipt í tvo hluta Hver er leið Piris út úr vandanum? Hún er hin sama og Nicolas Sarkozy vék að í ræðu sinni með námsmönnunum í Strassborg hinn 8 . nóvember 2011, þegar hann ræddi tveggja þrepa (two speed) ESB . Piris vill skipta Evrópusambandinu . Hann segir: Það er einfaldlega óhugsandi að ímynda sér miðstýrt myntsamband án þess að ríkis- fjármálum og efnahagsmálum sé miðstýrt . Ólíklegt er þó að takist að halda í horfinu . Til að reyna að bjarga sér ættu aðildarríki evru- svæðisins að minnsta kosti að nýta sér til fulls heimildirnar í 136 gr . STESB (samningsins um starfsemi Evrópusambandsins) . Þótt það sé gert verður enn pólitískt flókið að tryggja lýðræðislegt eftirlit með töku ákvarðana innan núverandi stofnanakerfis . Miklu betra væri að huga að tveggja þrepa (two­speed) ESB þar sem yrði framvarðarsveit, líklega mynduð af ríkjunum 17 sem nú nota evru . Hér mætti velja „mjúka“ eða „djarfa“ leið . Hvort sem gert yrði mundi nánari samvinna einkum ná til efnahags- og ríkisfjármála . Hún gæti þó einnig náð til mála sem snerta lífshagsmuni fólks: umhverfisvernd, samstarf í réttarfarsmálum, sakamálum og einkamálum, ný stjórnmálaréttindi einstaklinga og betra skipulag á innflytjendamálum . Yrði mýkri leiðin valin mundu áhugasöm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.