Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 36
Þjóðmál VETUR 2011 35
á vanda ESB . Hann ritaði grein um málið í
The Financial Times 3 . nóvember 2011 undir
fyrirsögninni: Sjálft lögmæti ESB er í húfi.
Í upphafi greinarinnar segir Piris að
Lissabon-sáttmálinn hafi ekki skilað því
sem að var stefnt og síðan:
Þetta er sársaukafull játning . Ég vann lengi
og lagði hart að mér við að semja sáttmála
sem hentaði 27 aðildarríkjum . ESB er þung-
lamalegt og ófært um að taka hraðar ákvarð-
anir . Þar er erfitt að framkvæma reglur til að
hafa stjórn á innri markaðnum, Schengen-
samstarfinu eða eiga samvinnu um varnarmál .
Fram kvæmda stjórnin er veik . Ákvarðanakerfi
sem byggist á því að allt falli í sama mót hentar
ekki sundurlyndu sambandi . Í stað þess að
bregðast hratt og ákveðið við atburðum er
líklegra að ESB taki jóðsótt og það fæðist lítil
mús . Það hillir undir áhrifaleysi .
Það er tímabært að viðurkenna að stækkun
ESB úr 15 ríkjum í 27 gekk of hratt fyrir
sig . Íbúar ESB skilja ekki lengur tilgang
ESB, stjórnmálamarkmið þess og hver eru
landfræðileg mörk þess . Þeir vita ekki sitt
rjúkandi ráð . Þrátt fyrir aukin völd sem
það hefur fengið með sáttmálum frá því í
Maastricht er ESB-þingið, sem ætlað er að
veita ESB lýðræðislegt lögmæti, að mörgu
leyti misheppnað .
Ég verð að segja hlutina vafningalaust: sjálft
lögmæti ESB er í húfi . Að vinna almennings-
álitið á sitt band á sama tíma og barist er við
lýðskrum er erfitt verkefni þegar taka verður
erfiðar ákvarðanir vegna evru-kreppunnar .
ESB hefur hins vegar ekki efni á því að fá á
sig þann stimpil að það standi aðeins fyrir
niðurskurði . Það verður að skapa sér víðtækara
pólitískt hlutverk sem vekur vonir um betri
framtíð .
Er þetta unnt? Með hliðsjón af þeim grund-
vallarágreiningi sem ríkir meðal aðildarríkjanna
27 virðist útilokað að ríkin 27 komi sér saman
um endurskoðun á sáttmálum ESB sé litið til
skamms og meðallangs tíma . Hitt er hins vegar
hættulegt að halda áfram á sömu braut . Verði
það gert er hætta á því að sambandið verði enn
veikara og klofni jafnvel í næstu kreppu .
Þegar þessi texti er lesinn er augljóst að
höfundinum er þungt fyrir brjósti . Hann hefur
komist að þeirri niðurstöðu að regluverkið
sem hann mótaði í því skyni að auðvelda
samstarf 27 ríkja stenst ekki áraunina . Það
verður ekki haldið lengra á sömu braut .
Framkvæmdastjórn ESB er veikburða og
skiptir æ minna máli, ESB-þingið er að
mörgu leyti misheppnað . Breyta verður
undirstöðunum og huga að innviðunum eigi
byggingin sjálf að standa áfram .
ESB skipt í tvo hluta
Hver er leið Piris út úr vandanum? Hún er hin sama og Nicolas Sarkozy
vék að í ræðu sinni með námsmönnunum
í Strassborg hinn 8 . nóvember 2011, þegar
hann ræddi tveggja þrepa (two speed) ESB .
Piris vill skipta Evrópusambandinu . Hann
segir:
Það er einfaldlega óhugsandi að ímynda
sér miðstýrt myntsamband án þess að ríkis-
fjármálum og efnahagsmálum sé miðstýrt .
Ólíklegt er þó að takist að halda í horfinu . Til
að reyna að bjarga sér ættu aðildarríki evru-
svæðisins að minnsta kosti að nýta sér til fulls
heimildirnar í 136 gr . STESB (samningsins
um starfsemi Evrópusambandsins) . Þótt það
sé gert verður enn pólitískt flókið að tryggja
lýðræðislegt eftirlit með töku ákvarðana innan
núverandi stofnanakerfis .
Miklu betra væri að huga að tveggja þrepa
(twospeed) ESB þar sem yrði framvarðarsveit,
líklega mynduð af ríkjunum 17 sem nú nota
evru . Hér mætti velja „mjúka“ eða „djarfa“ leið .
Hvort sem gert yrði mundi nánari samvinna
einkum ná til efnahags- og ríkisfjármála .
Hún gæti þó einnig náð til mála sem snerta
lífshagsmuni fólks: umhverfisvernd, samstarf í
réttarfarsmálum, sakamálum og einkamálum,
ný stjórnmálaréttindi einstaklinga og betra
skipulag á innflytjendamálum .
Yrði mýkri leiðin valin mundu áhugasöm