Þjóðmál - 01.12.2011, Side 40

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 40
 Þjóðmál VETUR 2011 39 Vandinn er hins vegar sá sami og gull- gerða rmenn hafa þurft að glíma við frá upp- hafi . Það er ekki hægt að prenta verðmæti . Verðmæti verða til fyrir atbeina einstaklinga og um leið og ríki fara að gera verðmætin upptæk þá hrynur framleiðsla þeirra . Það er því hvorki hægt að skuldsetja sig til hagsældar né skattleggja sig til hagsældar, ekki frekar en það er hægt að rífa sjálfan sig upp á hárinu . Eina lausnin á vandanum eru afskriftir skulda . Niðurfærsla skulda er óumflýjanleg því lántakar geta ekki greitt af þeim og því fyrr sem horfst verður í augu við þann vanda, því betra . Eina leiðin til að fyrir- byggja síðan að sagan endurtaki sig er að takmarka heimildir ríkja til skuld s etn ing- ar, bæði með lántökum og prentun pen- inga . Þýska þingið, Bundestag, samþykkti í síðustu viku [29 . september 2011] að stækka samevrópskan sjóð til að bjarga Grikklandi, eða öllu heldur lánardrottnum Grikklands . Með því fjarlægist evrusvæðið stofnskrá sína um að þátttökuríkin skuli hafa sameiginlega mynt en bera sjálf ábyrgð á fjármálum sínum . * * * Í hinu alþjóðlega umhverfi, með fljót- andi gjaldmiðlum, virtist hugmyndin um sameiginlega mynt róttæk og því urðu margir til að spá því að tilraunin um evruna myndi mistakast . En í sögulegu ljósi hafa fljótandi gjaldmiðlar, pappírsgjaldmiðlar án trygginga, verið undantekningin . Núverandi fyrirkomulag peningamála kom til sögunnar fyrir 40 árum síðan þegar Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, tók dollarann af gullfætinum . Það leiddi til hruns Bretton Woods-kerfisins þar sem skipti á 35 dollurum yfir í únsu af gullu var akkerið . Endalok Bretton Woods þýddi að gengi gjald miðla varð fljótandi og við tóku áratugir verðbólgu . Í fyrsta sinn í sögunni not aðist heimshagkerfið við pappírspen- inga sem stóðu ekki á gullfæti eða öðrum góðmálmum, eða voru festir hver við annan . Vissulega höfðu lönd farið af gullfætin- um áður, stundum oft en yfirleitt vegna stríðsreksturs, sem tæmdi gullforða þeirra . En það var alltaf tímabundið ástand . Það sem gerðist eftir 1971 var á allt annan veg og það er erfitt að halda því fram að árangurinn hafi verið góður . Síðustu 40 ár hafa einkennst af verðbólgu, gríðarlegri útþenslu ríkisútgjalda og skulda í hinum vestræna heimi . Í þessu samhengi var evran stökk inn ___________________________________________ Lausn evru-krísunnar felst ekki í sjálfstæðum myntum Ritstjórnargrein úr The Wall Street Journal

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.