Þjóðmál - 01.12.2011, Side 43
42 Þjóðmál VETUR 2011
Gunnar Rögnvaldsson
Áhlaupið á íslensku
krónuna
Íslenska krónan er undir áhlaupi . Þetta áhlaup er hið fyrsta og eina sem
krónan hefur orðið fyrir . Áhlaupið kemur
ekki frá fjármálamörkuðum . Það kemur
frá skynsemi manna, eða réttara sagt, frá
skorti á skynsemi og heilbrigðri hugsun .
Það kemur frá stjórnmálamönnum, hags-
muna samtök um og hópum sem vilja leggja
ís lensku krónuna niður og gera „eitthvað
annað“ án þess að gera sér grein fyr-
ir afleiðing un um . Veruleikafirringin varð-
andi mynt mál in á Íslandi er hættuleg sjálf-
stæði, full veldi og framtíð Íslands .
Misstu skipin, misstu gengið, misstu
myntina, sjálfstæðið og fullveldið
Nokkrum árum áður en fullveldi, sjálfstæði og lýðræðislegri sjálfsstjórn
Nýfundnalands og 380 þúsund íbúa þess
sjálfstæða ríkis var hent sem endanlegu veði
inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada
árið 1949, hafði landið misst allt
bankakerfi sitt til útlendinga . Það sama
gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu
þjóðarinnar við hann . Það sama gerðist
í myntmálum Nýfundnalendinga . Þeir
höfðu álpast til bindast við og taka síðar
upp Kanadadal .
Ein afleiðing þess að bankakerfi Ný-
fundna lands komst alfarið á erlendar hend-
ur, og gengið hvarf með gengisbindingu
Ný fundna landsdals við Kanadadal, varð
sú að Evrópa og Bretland versluðu frekar
við Ís lendinga, því þeir voru skyndilega
komn ir með vélknúin gufuskip og gátu af-
hent fiskinn á samkeppnishæfu verði sam-
kvæmt stundaskrá . Þetta gátu Nýfundna-
lend ingar ekki því að þeir réðu ekki lengur
yfir samkeppnishæfum skipaflota, gátu
ekki endurnýjað hann, því að þeir höfðu
misst gengið, bankakerfið og þar með mark-
að ina . Þeir gátu lítið annað gert en það sem
Grikk land, Spánn, Portúgal og Ír land hafa
nú orðið fyrir — að deyja lokuð inni innan
eigin landamæra við umsátur þeirra sem
ráða orðið al farið peningamálum þessara
landa .
Undir myntum annarra ríkja á Íslandi
yrði erfitt að starfrækja alvörubankakerfi
sem þjónað gæti íslenska hagkerfinu eins og
er frómasta hlutverk alvörubankakerfa . Ný-
fundnaland missti bæði fullveldi og sjálfstæði
sitt sem ríki árið 1949 vegna skulda .
Í aðdraganda ferlis, sem hófst með
þátttöku Nýfundnalands í heims styrjöld-
inni fyrri og í kjölfar mikillar skuld setningar
landsins vegna hennar, lenti Nýfundnaland í
svipuðu skulda fangelsi og Grikkland og fleiri
mynt banda lagslönd Evrópusambandsins