Þjóðmál - 01.12.2011, Side 45

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 45
44 Þjóðmál VETUR 2011 sinna . Löndin, sem nota evruna sem lög- eyri, eru höfnuð í tilvistar- og mynt áhættu í stað gengisáhættu . Myntáhættan er síðan að brjótast út sem ríkisgjaldþrots áhætta og fullveldisáhætta . Þessu gerðu aðeins fáir sér grein fyrir þegar myntin var steypt . Sjálf myntin evra er komin í upplausnarferli og þau lönd sem búa við hana búa nú við mynt sem er að leysast upp . Það er markaðurinn sem er að leysa myntina evru upp . Hann hefur, eftir aðeins 12 ára reynslutíma, gert sér grein fyrir hinum eðlislæga ófullkomleika þessarar myntar . Sambærilegt getur aldrei gerst þegar um mynt eins og íslensku krónuna er að ræða, því að hún er mynt sem fer aldrei í upplausnarferli nema að hún verði fyrir áhlaupi stjórnmálamanna og verði lögð niður með löggjafarvaldi eða tilskipunum frá Brussel . Eftir að markaðurinn fékk loks skilið hinn eðlislæga ófullkomleika evrunnar munu flest ríkin sem búa við hana, það sem eftir er líftíma hennar, þurfa að búa við háa raunvexti, fötluð bankakerfi, djúpa kreppu, hátt atvinnuleysi og skort á fjárfestingum, áratugum saman . Evran varð til við áhlaup á skyn- semi stjórnmálamanna í Evrópu . Hún er pólitísk mynt og var hönnuð til að gegna ákveðnu pólitísku hlutverki . Efna hagslega hefur hún verið skaðvaldur því að hún hefur stöðvað hagvöxt og valdið miklu langvarandi atvinnuleysi sökum skorts á frelsi í spennitreyju Evrópusambandsins, sem aðeins hefur þýtt stóraukin ríkis afskipti af öllu, stóru sem smáu . Og nú er þessi mynt sem sagt í upplausn . Öll áfram haldandi tilvist hennar krefst þess sem fyrrverandi seðlabankastjóri Þýska lands, Hans Tiet- mey er, varaði við áður en myntin var steypt og hleypt í umferð . Tietmeyer sagði: Myntbandalag ESB verður eins og lokaður hraðsuðuketill án útöndunar . Þegar gengið er farið og möguleikinn á að laga verð og vexti gjaldmiðilsins að þörfum hagkerfisins er horfinn, þá þarf að sjóða samfélagsleg og fagleg réttindi almennings og verkalýðshreyfinga í graut og helst í mauk . Svo þarf að auglýsa andlát lýðræðisins . Stjórnmálamenn ættu að skilja að frá og með þessari stundu verða þeir komnir algerlega undir vald, náð og miskunn fjármálamarkaða . Það sem er um að vera á evrusvæðinu þegar þetta er skrifað er einmitt þetta og enn meira . Líklega miklu meira en Hans Tietmeyer gat ímyndað sér á árunum áður en evran fór í umferð þegar hann talaði um hraðsuðuketilinn, sjá hér að ofan . Það sem raunverulega þarf til svo að evran geti lifað áfram er að sjálf þjóðríkin verði leyst upp . Setja þarf sjálf löndin í hrað suðu- ketilinn og sjóða þau saman í einn graut . En jafnvel upplausn þjóðríkja mynt- banda lagsins og samruni þeirra í eitt ríki eða rík is fjárlagasvæði er ekki nóg . Fljót lega eftir að fjármálamarkaðir heimsins gerðu sér grein fyrir slíkum fyrirætl unum, myndu þeir fara að óttast þá ófriðar hættu sem óhjákvæmilega skapaðist á mynt- svæðinu vegna einmitt þannig til rauna . Þjóðir myntbandalagsins, sjálft fólk ið, vill hvorki leggja niður þjóðríki sín né lúta yfiráðum annarra yfir skatta- og ríkis- fjármálum sínum . Stjórnmálamenn evru- landa og embættismannaverkið í Brussel eru þó nægilega heimsk til að reyna þetta . Hjá þeim er „meiri Evrópa“ alltaf svarið við öllu . Úr vandamálum evrunnar geta allir sem sjá og vilja lesið hversu gríðarlega mikilvæg ur hluti sjálfstæðis og fullveldis þjóðríkja sjálf myntmálin eru . Það eru yfirleitt aðeins vanþróuð eða styrjaldarhrjáð ríki, nýlendur og banana- lýðveldi sem taka upp myntir annarra ríkja . Næsta skref þeirra á þróunarbrautinni er eigin mynt undir fullu sjálfstæði . Þegar það skref hefur verið tekið, verður ekki aftur snúið án þess að afsala sér um leið

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.