Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 46

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 46
 Þjóðmál VETUR 2011 45 stórum hluta þeirra sigra sem náðst hafa . Ágætt er að muna að viðskiptabönn á þjóðir geta náð til afhendingar mynta og seðla sem þau ríki ráða yfir sem setja slík bönn . Slíkt hefur gerst . Afhending seðla og mynta til myntbandalagsríkja er einnig hægt að stöðva eftir geðþótta . Já, en Bandaríkin? er þá spurt Þegar hingað er komið í umræðunni um gjaldmiðilsmál er oft gripið til þeirra raka, að fyrst myntbandalag Banda ríkja- dals virki mjög vel að þá eigi mynt banda- lag evru Evrópusambandsins að geta virkað álíka vel . Þetta er mikil vanhugsun . Best er að útskýra málið með því að snúa því á haus . Hvernig getum við búið til evru- svæði úr Bandaríkjunum? Það er reynd ar mjög auðvelt: fyrst fjarlægjum við forseta- embætti Bandaríkjanna, vald þess og sjálfa ríkisstjórn forsetans . En við skiljum seðla banka Bandaríkjanna eftir . Ásamt með forsetanum og ríkisstjórninni hurfu sam- eigin leg ríkisfjárlög Bandaríkjanna sem nema næstum því 30 prósentum af allri lands- framleiðslu þeirra . Þarna höfum við búið til bandarískt evrusvæði . Frá og með þeirri stundu þurfa 50 fylki Bandaríkjanna að koma sér saman og samþykkja hvern einasta dal sem sameiginlegur seðlabanki þeirra gefur út . Sjá menn fyrir sér að 50 fylkis stjórar Bandaríkj- anna hefðu getað tekist á við öll þau verk og vandamál sem Bandaríkin hafa staðið frammi fyrir og sem þau hafa leyst síðustu 237 árin frá því að þau lýstu yfir sjálfstæði sínu? Nei, svo sannarlega ekki . Það sem gerði Bandaríkin að stórveldi var sameining þeirra í eitt ríki . Bandaríkin eru eitt land, eitt ríki . En það var fyrst þá, eftir stofnun þeirra, að þau fengu þann sameigin lega gjaldmiðil sem heitir Banda ríkjadalur . Þetta er ástæðan fyrir því að 50 fylki Bandaríkjanna geta búið við sömu myntina, eina stýrivexti og eitt gengi . Þegar áföll ríða yfir í Nevada eða Flórída sökum fjármála bólu svipaðri þeirri sem reið yfir Spán, Írland, Grikkland og fleiri ríki ESB undir yfirum- sjón m .a . seðlabanka Evrópusambands ins, þá gerir það ekki svo mikið til, því að heil- brigðis- og félagsmálin eru fjármögnuð af al ríkisstjórninni í Washington . Þess utan þá hefðu laun og kostnaður ekki farið svona úr böndunum í Nevada eða Flórída því vinnuaflið hefði einfaldlega flutt þangað sem hlutirnir voru að gerast og þannig minnkað áhættuna á bólumyndun frá byrjun . Þetta þekkjum við vel frá Íslandi . Hér bera menn sig eftir björginni og flytja þangað sem atvinnu er að fá . Þannig reis minn gamli heimabær, Siglufjörður . Þegar áföllin dynja yfir í landshlutum hér á landi þá eru það sameiginleg ríkisfjárlög íslenska ríkisins sem koma til bjargar í formi útgjaldaliða . Öll vandamálin lenda ekki á sveitarstjórnum landsins . Gengisbinding: afneitun veruleikans Það peningapólitíska fyrirbæri sem á undan evrunni kom og sem hélt Evrópu í greipum sams konar stöðnunar og háu atvinnuleysi til langs tíma, var fyrirbærið „gengisbinding“ . Fyrirbærið var kallað ERM eða „Exchange Rate Mechan ism“ og var hluti af því gengis- og peninga fyrir- bæri Efnahagsbandalagsins sem kallaðist EMS eða „European Monetary System“, áður en sjálft myntbandalag Evrópu sam bandsins kom til sögunnar . ERM fólst í bindingu gjald- miðla margra landa Evrópu gagnvart hver öðrum . Þetta var innbyrðis gengisbinding, annaðhvort sem gagnkvæm binding eða einhliða binding . ERM endaði sem stórslys árið 1992, en þá hrundi þetta gengis- og gjald miðla samstarf Evrópusambandsins svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.