Þjóðmál - 01.12.2011, Page 50
Þjóðmál VETUR 2011 49
við það án sinnar eigin myntar . Í þýskri
þjóðmenningu þýðir hugtakið ábyrgð
aðeins eitt; sparnaður . Hann liggur djúpt
og dýpra í þýsku þjóðarsálinni en hjá
flestum öðrum þjóðum .
Þýskaland myndi svelta sig til að við-
halda samkeppnishæfni útflutnings greina
landsins . Vert er að minnast þess að meira
en helmingur þýskra kjósenda eru orðinn
sextugur eða eldri . Í öldrunarhagkerfi eins
og því þýska hefur neysla þjóðarinnar
að miklum hluta þegar farið fram
og þjóðinni fækkar hratt vegna lítilla
barnsfæðinga áratugum saman . Þetta
er gjörólíkt því sem Íslendingar eiga að
venjast . Hvað ætti Ísland að gera með mynt,
peningapólitíska stefnu og stýrivexti eins
stærsta ellihagkerfis heimsins? Það sama á
við um Íra . Þessi tvö hagkerfi eru gjörólík
því þýska . Ég endurtek: það eina sem lönd
eins og Þýskaland skilja er gengisfelling .
Það er engin algild og eina-heilaga-sann-
leiks-ástæða til að ætla að verðbólga yrði svo
miklu lægri á Íslandi þó að við værum með
evru eða aðra erlenda mynt . Það er veðmál
sem enginn ætti að hætta sér í . Ég er handviss
um að verðbólgan yrði ekki til muna lægri,
því að Ísland er svo ólíkt flestum löndum
ESB og sérstaklega löndum evrusvæðis .
En ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil
er ég hins vegar 100 prósent viss um að
Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út
úr myntbandalaginu og reyndar heiminum
öllum og gæti ekki lengur selt svo
mikið sem einn fisksporð til útlanda sökum
innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt
að lagfæra gegnum gengið .
Hér er ekki um 77 sardínur í 28
Banda ríkjadala dós á mann að ræða, eða
2000 tonn á ári eins og aflinn er t .d . á
Möltu . Hér er um að ræða 1,3 milljónir
tonna af fiski á hverju ári . Þetta eru þeir
fjármunir sem notaðir eru til að byggja
íslenska hagkerfið upp með, grunnur
efnahagslegrar til veru Íslendinga . Sjávar-
útvegur er mun mikil væg ari at vinnu-
grein fyrir Ísland er allur iðnaður er
fyrir Þýskaland . Eina leiðin til að nýta land-
helgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að
láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar .
Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með
því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu
lægri skatta og með því að sigla um íslensku
landhelgina í ryðdöllum . Þetta yrði ekki
skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista .
Þá myndu Íslendingar brátt þurfa að
flytja inn fisk sér til matar, einungis
vegna ógæfulegrar framtíðarsýnar heimskra
stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem
myndu banna Íslendingum að fella gengið,
því þá væri ekki lengur til neitt gengi sem
hægt væri að fella . Það væri horfið . Horfið
um alla eilífð til Þýskalands og kæmi aldrei
þaðan aftur . Það er því sannarlega mikið
í húfi hér fyrir land okkar og þjóð . Sjálf
tilvera þjóðarinnar er hér í húfi . Var það
þetta sem árið 1944 snerist um? Snerist það
um afsal á framtíð Íslands? Mynt önnur
en okkar eigin króna hefði oft og iðulega
hindrað framkvæmdir og uppbyggingu
á Íslandi eftir að fullt sjálfstæði vannst árið
1944 . Bandaríkin væru getu- og varnarlaus
og hefðu aldrei orðið stórveldi ef þau hefðu
orðið að evrusvæði . Ísland hefði aldrei
orðið svo ríkt land sem raun ber vitni án
sjálfstæðrar myntar . Við hefðum aldrei
getað nýtt auðlindir okkar án eigin myntar .
Samanlagðar beinar erlendar fjárfestingar á
Íslandi eru sem dæmi enn stærra hlutfall af
landsframleiðslu en í t .d . Danmörku . En
beinar erlendar fjárfestingar eru hins vegar
að vissu leyti óæskilegar því að þær loka
á eignarhlutdeild Íslendinga nema að þær
séu skráðar á hlutabréfamarkað opnum
almenningi . Og það verða fjárfestingar
fyrrverandi yfirmanns úr áróðursráðuneyti
Kína líklega aldrei .