Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 58
Þjóðmál VETUR 2011 57
Það er óþægileg en bláköld staðreynd að tölvuárásum fer fjölgandi í heim inum
og þær eru vaxandi ógn við öryggi Vestur-
landabúa . Raforkuver, bankakerfi, sjúkra-
skrár, persónuupplýsingar og áfram mætti
telja tengist nú allt við netið en því fylgir
um leið mikil öryggisvá .
Tölvuárásir Rússa
Eftir umfangsmiklar tölvuárásir Rússa gegn Eistlandi árið 2007, sem fylgdu
í kjölfarið á deilum ríkjanna um stríðs-
grafir og tilfærslu á bronsstyttu, fékk
stefnu mótun um tölvuöryggi aukið vægi
innan NATO . Árásirnar, sem Rússar hafa
aldrei viðurkennt opinberlega, lömuðu
líf almennings á vissum sviðum eins og
bankasýslu, fjarskiptum, fréttamiðlun og þá
var meira að segja ráðist á síður eistneska
þingsins . Eistum tókst aldrei að sanna það
opinberlega að rússneska ríkisstjórnin hefði
gefið skipun um árásirnar . Það er hins vegar
talið nokkuð líklegt að rússneska ríkið hafi
átt veigamikinn þátt í árásunum en ljóst er
að rússneskir hakkarar stóðu að baki þeim .
Árásirnar voru flestar svokallaðar þjón-
ustuneitunarárásir (e . denial of service) þar
sem ekki var hægt að framkvæma hefð-
bundna þjónustu, svo sem bankamilli-
færslur . Þetta var gert með svokölluðu
„ping flood“ sem á einfölduðu máli þýðir
að kerfið er flætt með fyrirspurnum . Þá
voru einnig notuð svokölluð „botnet“ til
að flæða kerfið með pakkasendingum en
þá eru margar, jafnvel þúsundir af tölvum,
notaðar í einu til að senda gögn á viðkvæma
tengipunkta eins og miðlæga netmiðlara (e .
servers) til að valda ofálagi í kerfinu . Rússar
beittu svipuðum aðgerðum aftur þegar þeir
réðust inn í Georgíu ári seinna .
NATO setur upp
tölvuöryggismiðstöð
NATO, sem varð fyrir umfangsmiklum tölvu árásum frá Kína á síðasta ári,
hefur lagt vaxandi áherslu á tölvuvarnir
og tölvugetu innan bandalagsins . NATO
Cooperative Cyber Defence Centre of
Excellence (CCD COE) var sett á lagg-
irnar í maí árið 2008 og er staðsett í Tallin
Tryggvi Hjaltason
Hið hulda stríð —
tölvuárásir á vestræn ríki
NATO bregst við en Ísland er berskjaldað