Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 59
58 Þjóðmál VETUR 2011
í Eistlandi . Hvorki staðsetningin né tíma-
setn ingin er tilviljun .
Forgangsröðun NATO í þessari þróun er
að fyrirbyggja tölvuárásir og tryggja varnir
tölvukerfa . Þá er það einnig markmið að
geta boðið fræðslu og þjálfun fyrir aðildar-
ríki þegar á þarf að halda . NATO hefur
undanfarin ár þróað tölvuþjónustu (e .
Cyber Services) og tölvuvarnir (e . Cyber
Protection) og gert aðgengilegar aðildar-
ríkj um . Takmarkið er að geta numið árásir,
komið í veg fyrir þær og aðstoðað við að
takmarka skaðann og byggja síðan upp ef
skaðinn er skeður .
NATO getur nú sent út svokallaðar hrað-
viðbragðssveitir (e . rapid response teams) en
þær eru skipaðar tölvu- og öryggis sér fræð-
ingum frá bandalaginu sem mæta á vett-
vang ef í óefni fer . Þessi teymi voru þróuð
eftir að varnarmálaráðherrar bandalags ins
endurskoðuðu tölvuöryggisstefnu banda-
lagsins í júní á þessu ári .
„Tölvuárás er alvöruárás
sem ber að mæta með vopnavaldi“
Ég sótti Lissabonráðstefnuna í nóv-ember í fyrra þar sem ný öryggis-
málastefna bandalagsins var kynnt . Þar var
áberandi hve miklu meiri áhersla var lögð
á tölvuöryggi en áður . Enn á eftir að koma
í ljós hversu farsæll tölvuöryggisarmur
NATO verður en þó nokkru fjármagni og
afli er eytt í að magna þessa getu banda-
lagsins .
Að lokum má benda á að Bandaríkin hafa
hvatt bandalagsríki NATO til að íhuga að
ef tölvuárás verður gerð á eitt af aðildar-
ríkjunum skuli litið á slíkt sem árás á öll
ríkin og mætt af afli, jafnvel með hefð-
bundnu vopnavaldi . Þessi yfirlýsing Banda-
ríkjastjórnar, sem mörg önnur aðildar ríki
taka undir, gefur til kynna hversu alvar-
legum augum þessar árásir eru litnar .
Hver er skaðinn?
Tölvuvopn eru vissulega skaðlegust í hönd um öflugra ríkja en vegna þess
að þau eru ódýr kunna þau að nýtast best
í höndum lítilmagnans . Það er aðkallandi
verkefni á Íslandi að bæta fræðslu og getu á
sviði tölvuvarna til þess að minnka líkurnar
á að fyrirtæki í landinu, rafmagnskerfið,
fjár málakerfið og stjórnsýslan verði ekki
stór skemmd vegna einhvers sem væri jafn-
vel tóm stundagaman illviljaðra manna .
Fræðsla sem myndi t .a .m . beinast að fyrir -
tækj um myndi fljótlega afvopna litlu aðilana
í tölvu stríð inu, litlu aðilana sem þó eru
ábyrgir fyrir flestum árásum og valda lík lega,
þegar sam an safnast, mestum efnahags skaða .
Barak Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt
að tölvu glæpir kosti bandarískt efnahags -
líf yfir billjón dollara (1 .000 .000 .000 .000
USD) á ári . Engar tölur eru til sem meta
skað ann af tölvu árásum fyrir íslenskt efna-
hags líf en líklegt er þó að hann sé nokkur .
Talið er að um 40 þúsund einingar af
við kvæm um fjármálagögnum fari kaup-
um og sölum á svörtum markaði á netinu
á hverjum degi, upplýsingar eins og kredit-
korta númer, aðgangsorð og reikn ings upp-
lýsingar .* Þessi iðnaður er vaxandi hluti af
starfsemi skipulagðra glæpagengja og Ís-
lendingar hafa ekki sloppið við afleið ing arnar
af þessari þróun, sbr . til dæmis um fangsmikil
greiðslukortasvik erlendra manna í hrað-
bönkum landsins og þjófnað á per sónu upp-
lýsingum Íslendinga í gegnum netið .
Staðan á Íslandi
Varla þarf að fara mörgum orðum um skaðann sem tölvuárásir gætu valdið
í landi eins og Íslandi . Fjármálakerfið gæti
verið undir og það sama mætti segja um getu
* William Hague, „Munich Security Conference“, 4 .
febrúar 2011 .