Þjóðmál - 01.12.2011, Page 61

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 61
60 Þjóðmál VETUR 2011 Nú líður brátt að jólum . Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég hef upp á síðkastið tekið sérstaklega eftir umræðu um hvað sé í pakka Evrópusambandsins til Íslendinga, eða kannski er það bara af því að ég var stödd á landsfundi sjálfstæðismanna í nóvember þar sem þessi pakkamál voru rædd og sumir voru spenntir að fá að kíkja í þennan margumrædda pakka . Það er næstum því eins og Evrópusambandið sé orðið að jóla- sveini hér á norðurslóðum og við bíðum eins og saklaus börn eftir því að hann komi með eitthvað fallegt handa okkur . Þangað til sumarið 2010 var ég búsett í Danmörku og hafði búið þar í samtals 30 ár . Ég átti heima í Danmörku þegar ég var barn, árið 1972, þegar Danir kusu um inngöngu í EBE (Efnahags banda lag Evrópu) . Ég var aftur kom in til Dan merkur í há skólanám þegar þá ver andi for sætis ráðherra, Poul Schlüter, sagði í kosn inga baráttu um „EF- pakkann“ árið 1986: „Unionen er stendød!“ Þessi góði maður sagði við dönsku þjóðina sem var hrædd um að missa sjálfstæði sitt til ríkjabandalags Evrópu: „Það verður aldrei neitt ríki Bandalags Evrópu til, danska þjóðin getur treyst því og verið algjörlega örugg um sjálfstæði sitt .“ Nokkrum árum seinna var þessi sami maður kominn á þing fyrir þetta sama Evrópubandalag . Ég hef fylgst með kosningum um alla þessa „pakka“ sem Danir voru látnir kjósa um og hvernig var bara kosið aftur ef nið- ur staðan varð ekki á þann veg sem Evrópu - sinnar óskuðu sér! Prósentutala þeirra sem sögðu nei: 1972: EBE-innganga 36,7 % 1986: EF-pakkinn 43,8 % 1992: Maastricht I 50,7 % 1993: Maastricht II 43,3 % 1998: Amsterdam 44,9 % 2000: Myndbandalagið (stig3) 53,2 % Ítilefni jólanna langar mig því að leyfa lesend um að gægjast í pakka nokkurra ESB-aðildarþjóða: Í finnska pakkanum árið 1995 var inni- haldið fyrst og fremst þvinguð landfræðileg lega Finnlands, fasteigna- og bankahrun, ótti vegna hruns Sovétríkjanna, og þess sem þar gæti gerst í framtíðinni . Finnar hlupu úr skugga Sovétríkjanna og í fang ESB í hræðslukasti . Aðildin að ESB hefur kostað Finna tæpa fimm miljarða evra frá upphafi í beinhörðum peningum . Finnland hefur aldrei fengið eina krónu frá ESB nema árið 2000 þegar landið fékk 9 evrur á mann til baka . Þetta endurgjald svaraði þá til 0,03 prósenta af landsframleiðslu . Þetta er eina ár Finnlands í plús við ESB . Í sænska pakkanum árið 1995 var ótti vegna nýlegs bankahruns og misheppnaðra Sigrún Þormar Hvað er í ESB-pakkanum?* ______________ * Heimildir og stuðningur: Gunnar Rögnvaldsson: www .tilveraniesb .net . Kjartan Ólafsson: Óskastundir, ljóðmæli . Reykjavík 1948 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.