Þjóðmál - 01.12.2011, Page 62

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 62
 Þjóðmál VETUR 2011 61 ríkisfjármála . Svíþjóð hefur aldrei fengið eina krónu frá ESB . ESB-aðildin hefur hins vegar kostað Svíþjóð samtals 20 miljarða evra í greiðslur til ESB . Í pakka Austur-Evrópu árið 2004 voru bæði landfræðileg lega landanna og pólitísk- ur ótti við rústir Sovétríkjanna . Evrópusambandið stækkar í hræðslu-köstum . Gríska ríkið er orðið gjald þrota eftir 30 ára aðild að Evrópu sambandinu og 92 miljarða beinar greiðslur frá ríkari löndum sambandsins, eins og til dæmis frá Finnlandi og Svíþjóð . Var Grikkjum þetta til góðs? 30 ár á spen anum og ekkert hefur lag ast til muna . Fleiri þjóðir munu verða Grikklandi samferða til grafar í ESB . Enga þessara þjóða myndi dreyma um að sækja um inn í Evrópusambandið ef þær nytu landfræðilegrar staðsetningar, nátt- úru auðlinda og kosta Íslands . Á dagskrá sambandsins er nú verið að taka ríkisfjárlagavald og skattheimtu af ríkj- unum í skrefum . Tvær ríkisstjórnir hafa á einni viku, án þess að hafa verið kosnar, undir yfir skini björgunar, verið settar til valda í tveim lönd um sambandsins að beiðni Brussels . Hvað hefur aðild að Evrópusamband-inu í för með sér og hvað myndi hún þýða fyrir Ísland? Sá pakki mun trúlega valda vonbrigðum þegar hann verður opnaður . 1) Aðild myndi þýða hörmulegt af sal á full veldi og sjálfstæði lýðveldis Ís lend inga . 2) Við missum allt fullveldi Íslands í pen- inga-, vaxta- og myntmálum . 3) Að okkur yrði skylt að leggja niður okkar eigin mynt og taka upp evru og gætum aldrei aftur gefið út eigin mynt . 4) Við missum stjórn Íslands yfir fisk veið- um og landbúnaði . 5) Við missum sjálfræði Íslands yfir við- skiptum við umheiminn . 6) Við glötum fullveldi Íslands og yfir- ráða rétti yfir æðstu löggjöf . Brussel hefur alltaf síðasta orðið . 7) Við glötum fullveldi Íslands yfir laga- smíðum . Brussel hefur síðasta orðið . 8) Við glötum stórum hluta fullveldis Ís- lands yfir refsilöggjöf . 9) Við glötum næstum öllu fullveldi Ís- lands yfir löggjöf atvinnumarkaðar . 10) Við glötum næstum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptaeftirliti . 11) Við glötum stækkandi hluta af full- veldi Íslands í skattamálum . 12) Við glötum öllu fullveldi Íslands yfir utanríkisstefnu . 13) Við glötum stórum hluta fullveldis Íslands yfir varnarmálum . 14) Við glötum stærstum hluta full veldis Íslands í innflytjenda- og flótta manna- málum . 15) Við glötum stórum og stækkandi hluta fullveldis Íslands yfir ríkisfjár mál - um og þar með fullveldi okkar í velferðar - málefnum Íslands . Litla þjóð“, láttu ekki glepjast af því að allt sé gull sem glóir . Íslendingar misstu sjálfstæði sitt í margar aldir þegar þeir gengu Noregskonungi á hönd árið 1262 . Þjóðin stríddi öldum saman við ýmsar hörmungar, þangað til hún hlaut sjálfstæði sitt árið 1944 . Litla þjóðin mín varð fyrir áfalli 6 . október 2008, en gerið ekki þau mistök að afsala ykkur fullveldi í annað sinn . Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, gerum ekki forfeðrum okkar þá skömm . A fi minn, Kjartan Ólafsson skáld (f . 6 . mars 1895, d . 22 . október 1971), hafði áhyggjur af landi sínu og þjóð um áramótin 1928 . Mér finnst það eiga jafn vel við um áramótin 2011/2012 . Hann orti:

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.