Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 66

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 66
 Þjóðmál VETUR 2011 65 í desember 1945, hálfu ári áður en hann lést, sagði hann eftirfarandi um Bretton Woods-samkomulagið: [T]illögur varðandi gjaldmiðla og viðskipti eru miðaðar við að halda jafnvægi, með því að leyfa ýmsar verndarráðstafanir þegar þeirra er þörf og banna þær, þegar þeirra er ekki þörf . Það sem einkennir þessar fyrirætlanir er að tengja saman helstu kosti verslunarfrelsis við óheillavænlegar afleiðingar laissez­faire . Enda tekur það ekki beinlínis tillit til varð- veislu jafnvægis og treystir einvörðungu á ferli blindra afla . Hér er því um tilraun að ræða þar sem við notum það sem við höfum lært af reynslu samtíðarinnar og skilgreiningu nútímans, en ekki til að hnekkja, heldur til að efla visku Adams Smiths . . .* Það er þó fyrir bókina Almennu kenn­inguna um atvinnu, vexti og peninga sem Keynes verður fyrst og fremst minnst . Bókin hefur oft verið kölluð upphaf þjóð hagfræði en þar leit höfundur yfir heildar sviðið, allt hagkerfið, í stað þess að einblína á einstakar atvinnugreinar, fyrirtæki eða heimili við útskýringar á virkni hag kerfisins . Bókin kom út í skugga kreppunnar miklu, sem í kjölfar verðfallsins á Wall Street 1929 setti hagkerfi heimsins á hliðina . Í kjölfar kreppunnar fylgdi mikið atvinnuleysi sem olli sárri fátækt í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum . Á þessum tíma þekktust atvinnuleysisbætur ekki og kröppum kjör um alþýðu fylgdi mikil ólga þar sem öfga fullum stjórnmálaöflum óx fiskur um hrygg . Klassískir hagfræðingar (íhaldsmenn), höfðu boðað afskiptaleysi stjórnvalda („laissez faire“) allt frá dögum Adam Smith og vildu margir kenna ófullkomleika þeirrar stefnu um kreppuna og getuleysi (viljaleysi) * „The balance of Payments of the United States“, The Economic Journal, Vol . LVI, júní 1946, bls . 185–186 . Þýðing: Haraldur Jóhannsson í Heimskreppa og heims­ viðskipti (1975) . stjórn valda til að taka á málum . Í framhaldi af verð fallinu 1929 varð sjóðþurrð hjá bönk- um sem olli mikilli skelfingu og fólk þyrpt- ist í banka til að taka út peninga . Þetta var fyrir þá tíð að seðlabankar tryggðu bönk- um ávallt nægilegt fjármagn til að greiða út inni stæður . Þrátt fyrir að Keynes teldi sig til heyra borgarastéttinni og aðhylltist markaðs hag- kerfi (kapítalisma) taldi hann að laissez faire-stefnan hefði siglt í strand og aðferðir íhaldsmanna dygðu ekki til að koma efna- hagskerfinu upp á sporið að nýju . Hann taldi sig reyndar vera að bjarga markaðs- hag kerfinu með hugmyndum sínum, en gagnrýni hans á ríkjandi stefnu afskipta- leys is var hörð og óvægin . Hann trúði því að með aðgerðum sínum gætu stjórnvöld komið hjólum efna hags lífs- ins á stað aftur og benti sérstaklega á van- getu íhaldsmanna til að leysa atvinnu leysi og gagnrýndi hugmyndir þeirra um að hag kerf- ið væri ávallt í jafnvægi við full afköst, en það taldi Keynes að gæti alls ekki staðist . Keynes hélt því fram að laun breyttust með öðrum hætti en verð á vörum vegna hugmynda launþega um réttlæti . Með samtakamætti launþega og stéttaátökum væri komið í veg fyrir lækkun launa þegar harðnaði á dalnum . Hins vegar, þegar ríkið yki framkvæmdir og umsvif sín í hagkerfinu og bætti við peningamagn í umferð, ylli það verðbólgu sem lækkaði raunvirði launa, sem hefði það í för með sér að fyrirtæki sæju sér hag í því að ráða fólk í vinnu . Framleiðsla ykist með minnkandi atvinnuleysi og inn- spýting ríkisins í hagkerfið stuðlaði að aukinni bjartsýni á framtíðina sem hefði örvandi áhrif á fjárfestingu og hagvöxt . Sérstaklega ætti þetta við á krepputímum en afskiptaleysi stjórnvalda á slíkum óvissutímum afhjúpaði hversu máttvana klassísk hagfræði væri til að takast á við slíkan vanda . Það var meðal annars haft eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.