Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 67
66 Þjóðmál VETUR 2011
Keynes að það gæti borgað sig fyrir ríkið að
láta verkamenn moka skurði og síðan fylla
upp í þá aftur .
Segja má að í þessu kristallist ágreiningur Keynes við klassíska hagfræðinga,
sem höfnuðu pólitískum afskiptum af
hagkerfinu og vildu láta markaðinn leysa
hagfræðileg mál . Keynes aftur á móti vildi
nota markaðinn eftir spurnarmegin í hag-
kerfinu (gefa fyrirt ækjum gott svigrúm)
til að framleiða á sem hagkvæmastan hátt,
en pólitík til að dreifa afrakstrinum fram-
boðsmegin (ríkið yki hlutdeild sína í hag-
kerfinu) þar sem gæðunum er útdeilt .
En Keynes vildi ganga lengra og lagði til
„félagslega fjárfestingu“ þar sem ríkið ætti
að auka hlutdeild sína í hagkerfinu með
beinum fjárfestingum í atvinnulífinu . Hann
taldi sig ekki vera að leggja til sósíalisma
með þessu heldur væri þetta eina leiðin
til að koma á jafnvægi fullrar atvinnu og
hámarksframleiðslu, sem hann taldi laissez
faire-stefnuna ófæra um að gera .
Bók Keynes um Almennu kenninguna
hafði mikil áhrif í heimi hagfræðinnar og á
hið pólitíska andrúmsloft . Margt af því sem
þar kemur fram hefur eflaust hljómað vel í
eyrum stjórnmálamanna eins og réttlæting
á peningaprentun, aukna skattlagningu og
áhrif stjórnmálamanna á framboðshlið hag-
kerfisins . Einnig eru viðbrögð klassískra
hag fræðinga, en hugmyndir þeirra höfðu
verið ráðandi á Vesturlöndum um langt
skeið, skiljanleg . Bókin réðst harkalega að
kenningum laissez faire-manna og dregur
þá oft sundur og saman í háði enda textinn
einarður og miskunnarlaus .
Hugmyndum Keynes var tekið fagn-andi á Vesturlöndum og voru þær
notaðar sem lausn á kreppu eftir seinni
heimsstyrjöldina . Í kjölfarið fylgdi mesta
hag vaxtar skeið mann kynssögunnar . Margir
urðu hins vegar til að gagnrýna þessar kenn-
ingar og fór þar félagi og samtímamaður
Keynes, Austur ríkismaðurinn Friedrich
Aug ust von Hayek, einna fremstur í flokki .
Einnig deildi Milton Friedman, prófess-
or við Chicago-háskóla, ákaft á kenningar
Keynes, en hann hafði aðra skýringu á krepp-
unni miklu sem hann skýrði með mistök-
um Seðla banka Bandaríkjanna að tryggja
ekki bönkum nægt lausafé og auka þannig
peninga magn í umferð . Á sama hátt varaði
hann við lausbeislaðri peningamálastefnu
og auknum ríkisafskiptum sem leiða myndu
til verðbólgu og skuldasöfnunar ríkis-
sjóðs . Aðrir kenningasmiðir í anda Keynes
höfðu fundið út að hægt væri að draga úr
atvinnuleysi með því að auka verðbólgu og
þar með var komin lausn sem bæði myndi
auka hagvöxt og velsæld í heiminum .
Efnahagserfiðleikar þrengdu að Vestur-
löndum á sjöunda áratugnum, þar sem
bæði verðbólga og atvinnuleysi fóru úr
böndunum ásamt meiri viðskiptahalla en
áður hafði þekkst . Keynes lifði ekki þessa
daga en margir hafa bent á að ósanngjarnt
sé að gera kenningar hans að blóraböggli í
því máli . Það varð þó til þess að íhaldsmenn
náðu aftur vindi í segl sín og nýir tímar
tóku við með Thatcher og Reagan í
broddi fylkingar . Fram að 2008 má segja
að ríkjandi kenningar í hagfræði væru ný-
keynesismi og ný-klassísk, þó einnig megi
nefna peningahyggju (monetarisma) sem
Milton Friedman talaði fyrir .
Ástand efnahagsmála Vesturlanda frá
árinu 2008 hefur orðið til þess að rykið hefur
verið dustað af kenningum Keynes . Hann
deildi, eins og áður segir, hart á viðbrögð við
verðfallinu á Wall Street 1929 og kreppu sem
fylgdi í kjölfarið . Banda ríski seðlabankinn
gerði á þeim tíma þau grundvallarmistök
að tryggja ekki inneign sparifjáreiganda og
koma þannig í veg fyrir sjóðþurrð banka og